Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBardagi Sunnu aftur valinn besti bardagi kvöldsins

Bardagi Sunnu aftur valinn besti bardagi kvöldsins

Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigraði Kelly D’Angelo á Invicta kvöldinu á laugardaginn. Bardagi þeirra var valinn besti bardagi kvöldsins á Invicta FC 24 kvöldinu.

Bardagi Sunnu og Kelly D’Angelo var flott viðureign og valinn besti bardagi kvöldsins, Fight of the Night, af Invicta bardagasamtökunum. Þetta er í annað sinn í röð sem bardagi Sunnu er valinn sá besti af Invicta.

Bardagi hennar gegn Mallory Martin í mars var einnig valinn besti bardagi kvöldsins. Fyrir vikið fékk Sunna 1000 dollara bónus eða 106.000 íslenskar krónur sem og andstæðingur hennar, Kelly D’Angelo.

Sunna Rannveig er núna 3-0 á atvinnuferlinum og verður áhugavert að sjá hvaða andstæðing hún fær næst.

Mynd: Scott Hirano
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular