spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBellator: AJ McKee fljótur með Darrion Caldwell

Bellator: AJ McKee fljótur með Darrion Caldwell

Bellator 253 fór fram í nótt í Bandaríkjunum. Aðalbardagi kvöldsins var fyrri undanúrslitabardaginn í fjaðurvigtarmóti Bellator.

Þeir AJ McKee og Darrion Caldwell áttust við í aðalbardaga kvöldsins í fjaðurvigt. Caldwell byrjaði á að taka McKee niður en sá síðarnefndi byrjaði strax að sækja af bakinu með höggum. McKee læsti síðan taki á Caldwell og virtist ekki mikið vera á bakvið þetta. Caldwell virtist sjálfur hafa litlar áhyggjur af þessu í fyrstu en endaði á að tappa út.

Virkilega flottur sigur hjá McKee sem er núna 17-0 sem atvinnumaður í MMA. Hann er því kominn í úrslit í fjaðurvigtarmóti Bellator og fær titilbardaga næst gegn sigurvegaranum úr viðureign Patricio ‘Pitbull’ Freire og Emmanuel Sanchez. Sigurvegari fjaðurvigtarmótsins fær milljón dollara í verðlaunafé og verður auk þess fjaðurvigtarmeistari Bellator. Hér að neðan má sjá það besta frá kvöldinu.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Fjaðurvigt: A.J. McKee sigraði Darrion Caldwell eftir uppgjafartak (neck crank) eftir 1:11 í 1. lotu.
Veltivigt: Jason Jackson sigraði Benson Henderson eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Veltivigt: Joey Davis sigraði Bobby Lee eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-27, 30-27).
Bantamvigt: Raufeon Stots sigraði Keith Lee eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).

Upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Jeremy Kennedy sigraði Matt Bessette eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Jaleel Willis sigraði Mark Lemminger eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Jay Jay Wilson sigraði Sergio de Bari með rothöggi eftir 20 sekúndur í 1. lotu.
Léttvigt: Kaheem Murray sigraði Kevin Ferguson Jr. eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Sullivan Cauley sigraði Jason Markland með tæknilegu rothöggi (elbows and punches) eftir 28 sekúndur í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular