0

ONE: Inside the Matrix IV úrslit

ONE Championship var með bardagakvöld í Singapúr í dag. Einungis þrír MMA bardagar voru á dagskrá á þessu bardagkvöldi.

Fimm bardagar voru á dagskrá en þar af var einn í kickboxi, einn í Muay Thai og þrír í MMA.

MMA bardagarnir þrír voru skemmtilegir og allir enduðu þeir með tæknilegu rothöggi. Miklar vonir voru gerðar til Yoon Chang Min í öðrum bardaga kvöldsins en hann hafði unnið alla sína fjóra bardaga í ONE með röthöggi eða uppgjafartaki til þessa. Hann mæti ofjarli sínum í dag, Japananum Ryogo Takahashi, sem náði þungum hægri krók í annarri lotu sem vankaði Yoon. Takahashi fylgdi á eftir með nokkrum þungum höggum og dómarinn stoppaði bardagann.

Ryogo Takahashi reyndist of stór biti fyrir Yoon Chang Min

Í þriðja og síðasta MMA bardaga dagsins mættust Bruno Pucci og Kwon Won Il. Bruno Pucci sem er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu reyndi ekkert annað en að ná Kwon Won Il niður í gólfið án árangurs. Kwon Won Il náði þungu skrokkhöggi og Pucci krumpaðist allur saman. Kwon Won fylgdi því eftir og kláraði bardaginn á aðeins tveimur mínútum í fyrstu lotu.

Úrslit ONE: Inside the Matrix II

Hentivigt (58,3 kg) Kickbox: Aslanbek Zikreev sigraði Wang Junguang með klofinni dómaraákvörðun
Hentivigt (59 kg) Muay Thai: Joseph Lasiri sigraði Ricky Ogden með klofinni dómaraákvörðun
Bantamvigt: Kwon Won Il (8-3) sigraði Bruno Pucci (7-5) með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu (2:00)                                            
Fjaðurvigt: Ryogo Takahashi (13-4) sigraði Yoon Chang Min (4-1) með rothöggi í annari lotu  (2:52)                                              
Hentivigt kvenna (61,35kg): Maira Mazar (7-3) sigraði Jung Yoon Choi (2-1) með tæknilegu rothöggi í þriðju lotu (4:26)

Hér má sjá helstu atriði kvöldsins:

Hér fyrir neðan má sjá bardagakvöldið í heild sinni:

Latest posts by Daníel Gunnar Sigurðsson (see all)

Daníel Gunnar Sigurðsson

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.