Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentVigtun fyrir UFC 255: Titilbardagarnir klárir - Mike Perry í ruglinu

Vigtun fyrir UFC 255: Titilbardagarnir klárir – Mike Perry í ruglinu

Vigtunin fyrir UFC 255 fór fram fyrr í kvöld og náðu allir fjórir keppendurnir í titilbardögunum réttri þyngd. Mike nokkur Perry var hins vegar langt frá því að ná vigt.

Í aðalbardaga kvöldsins mun Deiveson Figueiredo verja beltið sitt í fluguvigtinni í fyrsta sinn þegar hann mætir Alex Perez. Áskorandinn um fluguvigtarbeltið var fyrstur til að stíga á vigtina í kvöld á þeim tveggja klukkustunda ramma sem keppendur hafa til að ná vigt og vó Perez 124,5 pund. Figueiredo vigtaði sig inn tíu mínútum síðar og hefði kappinn ekki mátt vera grammi þyngri er vigtin las 125 pund.

Það verður sömuleiðis titilbardagi í fluguvigtinni á dagskrá í næstsíðasta bardaga kvöldsins þegar Valentina Shevchenko mætir Jennifer Maia. Veðbankar telja það nánast öruggt að Valentina muni verja beltið sitt en meistarinn vó 125 pund og Maia 124,5 pund.

Hinn litríki Mike Perry var frekar langt frá því að ná veltivigtartakmarkinu en hann steig á vigtina þegar 15 mínútur voru eftir á klukkunni og var kappinn góðum fjórum og hálfu pundi of þungur. Perry fór mikinn á Twitter í dag þar sem tjáði öllum að niðurskurðurinn væri að gera út af við sig.

Gaf Perry það einnig í skyn að hann gæti verið hættur í sportinu. Mike Perry hafði áður birt myndbönd af sér á samfélagsmiðlum að gæða sér á hamborgurum, pizzum og skúffukökum þegar aðeins tíu dagar voru í vigtunina.

Andstæðingur Perry, Tim Means, mætti þriðji á vigtina og var kappinn með allt sitt á hreinu en hann vó 171 pund. Tim Means lét ekki vesenið á Perry á sig fá og samþykkti Means að bardaginn myndi fara fram í hentivigt og þáði í leiðinni 30% af kaupi Perry.

Að undanskildum Perry náðu allir aðrir sem fram koma á kvöldinu vigt. Keppnisþyngdir bardagakappanna má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Fluguvigt: Deiveson Figueiredo (125) mætir Alex Perez (124,5)
Fluguvigt kvenna: Shevchenko (124,5) mætir Jennifer Maia (124,5)
Hentivigt: Tim Means (171) mætir Mike Perry (175,5)*
Fluguvigt kvenna: Cynthia Calvillo (124.5) mætir Katlyn Chookagian (125,75)
Léttþungavigt: Paul Craig (205.5) mætir Mauricio Rua (205,5)

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar

Fluguvigt: Brandon Moreno (125) mætir Brandon Royval (125,5)
Millivigt: Joaquin Buckley (182,5) mætir Jordan Wright (185)
Fluguvigt kvenna: Ariane Lipski (126) mætir Antonina Shevchenko (125)
Veltivigt: Nicolas Dalby (170) mætir Daniel Rodriguez (170,5)

UFC Fight Pass upphitunarbardagar

Veltivigt: Jared Gooden (171) mætir Alan Jouban (170,5)
Millivigt: Kyle Daukaus (185.5) mætir Dustin Stoltzfus (184,5)
Veltivigt: Louis Cosce (170) mætir Sasha Palatnikov (170,5)

*Mike Perry náði ekki vigt.

Mynband af Platínum Mike Perry á vigtinni í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular