Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentHvenær byrjar UFC 255?

Hvenær byrjar UFC 255?

UFC 255 fer fram í kvöld í Las Vegas. Tveir titilbardagar eru á dagskrá en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Deiveson Figueiredo freistar þess að verja fluguvigtartitil sinn í fyrsta sinn í kvöld. Figueiredo hefur verið duglegur að klára bardaga sína og kláraði Joseph Benavidez tvisvar fyrr á þessu ári. Perez hefur verið að gera góða hluti undanfarið en hann hefur unnið þrjá bardaga í röð.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00. Allir bardagarnir eru á Fight Pass rás UFC en greiða þarf sérstaklega fyrir aðalhluta bardagakvöldsins (30,49 evrur eða 4.926 ISK). Viaplay sýnir aðalhluta bardagakvöldsins með íslenskri lýsingu og þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir Pay Per View kvöldið.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)

Titilbardagi í fluguvigt: Deiveson Figueiredo gegn Alex Perez
Titilbardagi í fluguvigt kvenna: Shevchenko gegn Jennifer Maia
Hentivigt (175,5 pund*): Tim Means gegn Mike Perry
Fluguvigt kvenna: Cynthia Calvillo gegn Katlyn Chookagian
Léttþungavigt: Paul Craig gegn Mauricio Rua

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 1:00)

Fluguvigt: Brandon Moreno gegn Brandon Royval
Millivigt: Joaquin Buckley gegn Jordan Wright
Fluguvigt kvenna: Ariane Lipski gegn Antonina Shevchenko
Veltivigt: Nicolas Dalby gegn Daniel Rodriguez

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:30)

Veltivigt: Jared Gooden gegn Alan Jouban
Millivigt: Kyle Daukaus gegn Dustin Stoltzfus
Veltivigt: Louis Cosce gegn Sasha Palatnikov

*Mike Perry náði ekki vigt.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular