spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBellator: Auðveldur sigur hjá Pitbull

Bellator: Auðveldur sigur hjá Pitbull

Bellator 252 fór fram í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Patricio ‘Pitbull’ Freire og Pedro Carvalho.

Bardaginn var í 8-manna úrslitum fjaðurvigtarmóts Bellator. Pitbull er ríkjandi meistari og eru því allir bardagar hans í mótinu upp á fjaðurvigtarbeltið.

Pitbull var ekki í miklum vandræðum með Carvalho. Pitbull kýldi hann niður snemma en Carvalho tókst að koma sér fljótt upp. Það leið þó ekki á löngu þar til Pitbull kýldi Carvalho aftur niður og stöðvaði dómarinn bardagann eftir 2:10 í 1. lotu.

Pitbull fer því áfram í undanúrslit mótsins og mætir Emmanuel Sanchez. Sanchez sigraði Daniel Weichel eftir dómaraákvörðun fyrr á kvöldinu og var verðskuldaður sigurvegari. Sanchez var nálægt því að klára Weichel í 2. lotu með þungum skrokkhöggum en Weichel tókst að lifa af.

Sanchez og Pitubll mættust um titilinn árið 2018 þar sem Pitbull sigraði eftir dómaraákvörðun og munu þeir því mætast aftur á næsta ári. Í næstu viku fara fram fyrri undanúrslitin þar sem þeir Darrion Caldwell og A.J. McKee mætast.

Flottustu tilþrif kvöldsins átti hins vegar Aaron Pico. Pico kláraði John de Jesus með rothöggi í 2. lotu eins og sjá má hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Fjaðurvigt: Patricio Freire sigraði Pedro Carvalho með rothöggi (punch) eftir 2:10 í 1. lotu.
Veltivigt: Yaroslav Amosov sigraði Logan Storley eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Fjaðurvigt: Emmanuel Sanchez sigraði Daniel Weichel eftir dómaraákvörðun (48-46, 49-46, 49-45).

Upphitunarbardagarnir eru síðan hér:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular