spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBellator með útsláttarmót í léttþungavigt - Romero og 'Rumble' mætast í 1....

Bellator með útsláttarmót í léttþungavigt – Romero og ‘Rumble’ mætast í 1. umferð

Bellator ætlar að vera með útsláttarmót í léttþungavigt á þessu ári. Þeir Anthony ‘Rumble’ Johnson og Yoel Romero mætast í fyrstu umferð í apríl.

Bellator hefur ekki haldið eitt bardagakvöld á þessu ári. Í gær opinberaði Scott Coker, forseti Bellator, áætlanir sínar fyrir árið og verður fyrsta Bellator kvöld ársins þann 2. apríl þegar Bellator 255 fer fram.

Í apríl hefst 8-manna útsláttarmót Bellator í léttþungavigt. Bellator er nú þegar með útsláttarmót í fjaðurvigt sem hefur tekið dágóðan tíma að klára. Léttþungavigtarmótið hefst í apríl og á að klárast í október.

Fyrsta umferð ferð fram þann 9. apríl og þá mætast þeir Ryan Bader og Lyoto Machida. Sama kvöld mætast þeir Corey Anderson og Dovletdzhan Yagshimuradov.

Viku seinna eða þann 16. apríl, mætast þeir Phil Davis og ríkjandi meistari Vadim Nemkov. Nemkov tók beltið af Ryan Bader í fyrra og verður beltið undir í bardaga hans gegn Phil Davis.

Áhugaverðasti bardagi mótsins verður síðan á milli Anthony ‘Rumble’ Johnson og Yoel Romero en Bellator samdi við þá báða á dögunum. Þetta verður frumraun beggja í Bellator en Romero hefur ekki barist í léttþungavigt síðan í september 2011. Þessi 43 ára gamli bardagamaður var alla tíð í millivigt í UFC og barðist nokkrum sinnum um titilinn án þess að ná að vinna beltið.

Anthony Johnson var einn af þeim bestu í léttþungavigt UFC um tíma en lagði hanskana á hilluna árið 2017 eftir tap gegn Daniel Cormier. Johnson verður 37 ára þegar bardaginn fer fram og verður áhugavert að sjá hann í apríl eftir fjögurra ára hlé. Sigurvegarinn í útsláttarmótinu fær milljón dollara og er því mikið undir.

Bellator tilkynnti einnig að bardagakvöld þeirra verði sýnd á Showtime og fara fram á föstudagskvöldum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular