spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBellator: Óvænt úrslit og enn einn sigur Michael Page

Bellator: Óvænt úrslit og enn einn sigur Michael Page

Bellator 144 fór fram í gær. Michael ‘Venom’ Page nældi sér í sinn níunda sigur á ferlinum og nýr millivigtarmeistari leit dagsins ljós.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Brandon Halsey og Rafael Carvalho um millivigtartitil Bellator. Fyrir bardagann var millivigtarmeistarinn Brandon Halsey ósigraður og mun sigurstranglegri. Carvalho hafði fyrir bardagann unnið 11 bardaga í röð og bætti sínum 12. við í gær með þessu sparki hér.

Miðað við stuðlana eru þetta einhver óvæntustu úrslit ársins en stuðullinn á sigur Carvalho var í kringum 8 á meðan stuðullinn á sigur Halsey var 1.09!

Michael Page sigraði Charles Ontiveros í gær með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu. Þetta var níundi sigur hans á ferlinum og sá sjötti eftir rothögg. Hann er enn ósigraður og verður að fá erfiðari andstæðinga en Ontiveros. Page kjálkabraut Ontiveros með þessum olnbogum og gafst Ontiveros munnlega upp.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular