Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeErlentBellator: Óvænt úrslit og enn einn sigur Michael Page

Bellator: Óvænt úrslit og enn einn sigur Michael Page

Bellator 144 fór fram í gær. Michael ‘Venom’ Page nældi sér í sinn níunda sigur á ferlinum og nýr millivigtarmeistari leit dagsins ljós.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Brandon Halsey og Rafael Carvalho um millivigtartitil Bellator. Fyrir bardagann var millivigtarmeistarinn Brandon Halsey ósigraður og mun sigurstranglegri. Carvalho hafði fyrir bardagann unnið 11 bardaga í röð og bætti sínum 12. við í gær með þessu sparki hér.

Miðað við stuðlana eru þetta einhver óvæntustu úrslit ársins en stuðullinn á sigur Carvalho var í kringum 8 á meðan stuðullinn á sigur Halsey var 1.09!

Michael Page sigraði Charles Ontiveros í gær með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu. Þetta var níundi sigur hans á ferlinum og sá sjötti eftir rothögg. Hann er enn ósigraður og verður að fá erfiðari andstæðinga en Ontiveros. Page kjálkabraut Ontiveros með þessum olnbogum og gafst Ontiveros munnlega upp.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular