Bellator 179 fór fram í gærkvöldi í London. Rory MacDonald sigraði Paul Daley með hengingu í 2. lotu og leit vel út í frumraun sinni í Bellator.
Þetta var fyrsti bardagi MacDonald síðan hann tapaði fyrir Stephen Thompson í júní í fyrra. MacDonald hafði ekki unnið bardaga í 31 mánuð og var sigurinn í gær því afar kærkominn fyrir hann. MacDonald fær titilbardaga næst og mætir sigurvegaranum úr viðureign meistarans Douglas Lima gegn Lorenz Larkin.
Paul Daley hefur aldrei verið þekktur sem rólyndismaður og hraunaði hann yfir Bretann Michael ‘Venom’ Page í viðtalinu eftir bardagann. Á leið sinni úr búrinu réðst hann að Page en öryggisgæslan var fljót að grípa inn í.
Paul Daley went after Michael Page in the seats, and it was pandemonium following the #Bellator179 main event. More: https://t.co/vTyheLYmb9 pic.twitter.com/rZgRf5lMyF
— MMAjunkie (@MMAjunkie) May 20, 2017
Fyrrum léttþungavigtarmeistari Bellator, Liam McGeary, tapaði nokkuð óvænt fyrir Linton Vassel eftir hengingu í 3. lotu. Þá vann sonur Kimbo Slice, Kevin Ferguson Junior eða Baby Slice, sinn fyrsta atvinnubardaga.
Í einum af upphitunarbardögum kvöldsins sáum við mögnuð tilþrif. Fabian Edwards náði þessu svakalega rothöggi í 1. lotu en þetta var hans fyrsti atvinnubardagi. Fabian Edwards vann Hrólf Ólafsson á Shinobi War 7 bardagakvöldinu í maí í fyrra með tæknilegu rothöggi eftir hnéspark í 3. lotu. Fabian er yngri bróðir Leon Edwards sem berst í veltivigt UFC og á framtíðina fyrir sér.
#FabianEdwards brings another spectacular FLYING KNEE to London! #Bellator179 pic.twitter.com/rCHw1UIl4b
— Bellator MMA (@BellatorMMA) May 20, 2017