spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBen Askren: Leið bara vel eftir bardagann

Ben Askren: Leið bara vel eftir bardagann

Ben Askren hefur ekki farið í felur eftir slæmt tap um helgina. Askren mætti í The MMA Show hjá Ariel Helwani fyrr í kvöld og fór betur yfir tapið á laugardaginn.

Jorge Masvidal rotaði Ben Askren með fljúgandi hnésparki á UFC 239 á laugardaginn. Rothöggið var sérstaklega hrottafengið og var Askren lengi að komast á fætur. Hann var samt mættur í þáttinn fyrr í kvöld og var nokkuð brattur.

„Ég man eftir að hafa verið í búrinu með honum. Ég man ekki eftir fljúgandi hnénu og man ekki eftir neinu fyrr en ég var kominn á spítalann. Þegar ég áttaði mig á þessu hugsaði ég ‘ah skrambinn, ég tapaði fyrir Jorge Masvidal. Það er ömurlegt’,“ sagði Askren fyrr í kvöld.

„Mér var ekki illt í hausnum þegar ég rankaði við mér, mér var ekki illt í andlitinu. Mér var hvergi illt. Mér leið bara vel. Það var enginn hausverkur, enginn magaverkur, ekkert. Bókstaflega ekkert. Ég kvartaði bara yfir því allt kvöldið að ég skildi hafa tapað fyrir þessum gæja.“

Askren fór í sneiðmyndatöku (e. CT scan) á spítalanum og sáu læknarnir ekkert athugavert við myndina. „Læknarnir sögðu að rannsóknir þeirra sýndu ekki neitt. En ég var klárlega með heilahristing þar sem ég missti meðvitund.“

Enginn kærleikur var á milli Askren og Masvidal fyrir bardagann og var það sama uppi á teningnum eftir bardagann. Þrátt fyrir það hrósaði Askren Masvidal. „Þetta var engin heppni. Þetta myndi kannski ekki takast alltaf en það krefst mikillar hæfni að ná að lenda svona hnésparki. Ég hefði ekki getað þetta.“

„Ég fékk hann á móti mér og pirraði hann gríðarlega mikið. Það var viljandi. Ég var fyrst að reyna að fá hann til að samþykkja að berjast við mig og svo bara að reyna að gera hann reiðan. Þessi auka högg í lokin voru í lagi. Það mátti búast við því í svona aðstöðu.“

Askren minntist ekkert á að hætta og ætlar ekki að breyta miklu. „Þarf ég að breyta öllu af því ég var hnjáaður í hausinn einu sinni? Það hljómar ekki eins og heilbrigður hugsunarháttur.“

Viðtalið við Askren má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular