0

Tappvarpið 69. þáttur: Ótrúlegt rothögg Jorge Masvidal og UFC 239 uppgjör

Í nýjasta Tappvarpinu fórum við ítarlega yfir UFC 239 sem fram fór á laugardaginn. Jorge Masvidal átti þar rothögg ársins og Thiago Santos sigraði mögulega Jon Jones.

Tappvarpið er komið í Viftuna en Viftan er hlaðvarpsmiðstöð fyrir íþrótta- og afþreyingarþætti. Ásgeir Börkur Ásgeirsson mætti í Tappvarpið til að fara vel yfir UFC 239.

Bardagakvöldið var hreinlega magnað og vantaði ekki umræðuefnin eftir bardagakvöldið. Rothögg Jorge Masvidal var á allra vörum en viðbrögð Ben Askren eftir tapið voru aðdáunarverð. Jon Jones átti síðan ósannfærandi frammistöðu gegn Thiago Santos en sá síðarnefndi vann mögulega bardagann. Yfirburði Amanda Nunes, framtíð Luke Rockhold var einnig rætt í þaula í 69. þætti Tappvarpsins.

Þáttinn má hlusta á hér að neðan, í öllum helstu hlaðvarpsþjónustum og hjá Viftunni.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.