Tuesday, March 19, 2024
HomeErlentNánast allt slitið í vinstra hné Thiago Santos

Nánast allt slitið í vinstra hné Thiago Santos

Mynd: Snorri Björns.

Thiago Santos fór fimm lotur með Jon Jones á laugardaginn þrátt fyrir meiðsli á hné. Nú hefur komið í ljós að meiðsli Santos eru stórvægileg og er nánast allt slitið í vinstra hnénu.

Thiago Santos tapaði fyrir Jon Jones á UFC 239 um helgina. Í 2. lotu sást vinstra hnéð hans gefa eftir og var hann í nokkrum vandræðum með stöðugleika í hnénu í bardaganum. Þrátt fyrir það tókst honum að fara allar fimm loturnar og var ekki langt frá því að sigra Jon Jones en Jones sigraði eftir klofna dómaraákvörðun.

Samkvæmt umboðsmanni Thiago Santos er nánast allt slitið í vinstra hnénu. Aftari krossbandið (PCL), fremra krossbandið (ACL) og hliðlægt liðband (MCL) er allt slitið en auk þess er hann með rifinn liðþófa. Santos fór í myndatöku í Las Vegas á mánudaginn og mun hann vera frá æfingum í 12 mánuði. Það er því ólíklegt að Santos berjist aftur fyrr en seinni hluta næsta árs.

Thiago Santos hefur verið duglegur að berjast á síðustu árum en hann tók fimm bardaga 2018 og þrjá 2017. Santos er 35 ára gamall og hefur verið í UFC frá 2013.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular