spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBen Askren mætir Demian Maia í október

Ben Askren mætir Demian Maia í október

Þeir Ben Askren og Demian Maia virðast vera á leið í búrið saman. Bardaginn á að fara fram þann 26. október í Singapúr samkvæmt Ben Askren.

46 dagar eru síðan Ben Askren var rotaður af Jorge Masvidal eftir rosalegt fljúgandi hné. Askren fékk 60 daga keppnisbann eftir rothöggið en er strax kominn með næsta bardaga.

Askren tilkynnti þetta á Twitter í gær.

Þann 26. október verður UFC með bardagakvöld í Singapúr og verður bardaginn aðalbardagi kvöldsins.

Báðir eru þeir meðal bestu glímumanna heims en þó með ólíka stíla. Maia er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur unnið 13 bardaga með uppgjafartaki. Askren kemur úr ólympískri glímu en hann keppti á Ólympíuleikunum 2008 í frjálsri glímu. Það virðist vera nokkuð ljóst að báðir vilja glíma við hvorn annan og gæti þetta orðið þrælspennandi viðureign.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular