Þeir Ben Askren og Demian Maia virðast vera á leið í búrið saman. Bardaginn á að fara fram þann 26. október í Singapúr samkvæmt Ben Askren.
46 dagar eru síðan Ben Askren var rotaður af Jorge Masvidal eftir rosalegt fljúgandi hné. Askren fékk 60 daga keppnisbann eftir rothöggið en er strax kominn með næsta bardaga.
Askren tilkynnti þetta á Twitter í gær.
Done deal! Oct 26 we will find out who the best MMA grappler on planet earth is. pic.twitter.com/mzExZDg7MK
— Ben Askren (@Benaskren) August 20, 2019
Þann 26. október verður UFC með bardagakvöld í Singapúr og verður bardaginn aðalbardagi kvöldsins.
Announcement coming soon….😜
— UFC_Asia (@UFC_Asia) August 21, 2019
Get pre-sale access to 🎟🎟 https://t.co/qCXo1dQkot #VisitSingapore #UFCSingapore pic.twitter.com/y7cyax1Vvn
Báðir eru þeir meðal bestu glímumanna heims en þó með ólíka stíla. Maia er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur unnið 13 bardaga með uppgjafartaki. Askren kemur úr ólympískri glímu en hann keppti á Ólympíuleikunum 2008 í frjálsri glímu. Það virðist vera nokkuð ljóst að báðir vilja glíma við hvorn annan og gæti þetta orðið þrælspennandi viðureign.