spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBen Askren sagður mæta Jorge Masvidal í júlí

Ben Askren sagður mæta Jorge Masvidal í júlí

Ben Askren og Jorge Masvidal eru sagðir hafa samþykkt að berjast við hvorn annan. Samkvæmt heimildum MMA Junkie hafa báðir náð munnlegu samkomulagi við UFC og eiga þeir að mætast á UFC 239 í júlí.

International Fight Week fer fram í júlí og er UFC alltaf með stórt bardagakvöld þá viku. Fyrr í vikunni voru tveir titilbardagar sagðir staðfestir á bardagakvöldið; annars vegar bardagi Jon Jones og Thiago Santos og hins vegar bardagi Amöndu Nunes gegn Holly Holm.

Nú er þriðji bardaginn sagður staðfestur sem er þó ekki titilbardagi þó hann sé spennandi. Þeir Askren og Masvidal eru sagðir hafa samþykkt að berjast en UFC hefur ekki staðfest bardagann.

 

View this post on Instagram

 

Booked for International Fight Week: @gamebredfighter x @benaskren #UFC239 • • • @imagncontent

A post shared by MMA Junkie (@mmajunkiedotcom) on

Jorge Masvidal náði flottum sigri á Darren Till í London í mars. Ben Askren var meðal áhorfenda í London en hann hafði verið að pota í þá Till og Masvidal á samfélagsmiðlum í aðdraganda bardagans. Askren sigraði Robbie Lawler í sínum fyrsta bardaga í UFC en sigurinn var afar umdeildur.

Eftir situr Leon Edwards með sárt ennið en hann reyndi að fá bardaga gegn Masvidal eftir að þeim lenti saman í London.

UFC 239 fer fram þann 6. júlí í Las Vegas.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular