Ben Askren og Jorge Masvidal eru sagðir hafa samþykkt að berjast við hvorn annan. Samkvæmt heimildum MMA Junkie hafa báðir náð munnlegu samkomulagi við UFC og eiga þeir að mætast á UFC 239 í júlí.
International Fight Week fer fram í júlí og er UFC alltaf með stórt bardagakvöld þá viku. Fyrr í vikunni voru tveir titilbardagar sagðir staðfestir á bardagakvöldið; annars vegar bardagi Jon Jones og Thiago Santos og hins vegar bardagi Amöndu Nunes gegn Holly Holm.
Nú er þriðji bardaginn sagður staðfestur sem er þó ekki titilbardagi þó hann sé spennandi. Þeir Askren og Masvidal eru sagðir hafa samþykkt að berjast en UFC hefur ekki staðfest bardagann.
Jorge Masvidal has verbally agreed to fight Ben Askren on July 6 in Las Vegas, according to sources. UFC wanted June 8 but that date didn’t work for Masvidal. Askren tells me that date works for him, too. Hoping to finalize it shortly.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) March 29, 2019
View this post on Instagram
Booked for International Fight Week: @gamebredfighter x @benaskren #UFC239 • • • @imagncontent
Jorge Masvidal náði flottum sigri á Darren Till í London í mars. Ben Askren var meðal áhorfenda í London en hann hafði verið að pota í þá Till og Masvidal á samfélagsmiðlum í aðdraganda bardagans. Askren sigraði Robbie Lawler í sínum fyrsta bardaga í UFC en sigurinn var afar umdeildur.
Eftir situr Leon Edwards með sárt ennið en hann reyndi að fá bardaga gegn Masvidal eftir að þeim lenti saman í London.
Fuck the rankings how can people who’s getting fucked up and losing be above me WTF is happening ???♂️
— Leon ‘Rocky’ Edwards (@Leon_edwardsmma) March 27, 2019
You know rankings don’t mean shit, you just came from 11 to fight #3. Stop making excuses and come get this smoke @GamebredFighter
— Leon ‘Rocky’ Edwards (@Leon_edwardsmma) March 29, 2019
UFC 239 fer fram þann 6. júlí í Las Vegas.