Wednesday, April 17, 2024
HomeForsíðaÞrír Íslendingar keppa á Norðurlandamótinu í boxi um helgina

Þrír Íslendingar keppa á Norðurlandamótinu í boxi um helgina

Þrír Íslendingar keppa á Norðurlandamótinu í boxi um helgina. Keppnin fer fram í Finnlandi en hópurinn hélt til Finnlands í gær.

Það eru þau Kristín Sif Björgvinsdóttir úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, Jafet Örn Þorsteinsson úr Hnefaleikafélagi Kópavogs og Emin Kadri einnig úr Hnefaleikafélagi Kópavogs. Þess má geta að þau Kristín og Emin voru kjörin hnefaleikafólk ársins á síðasta ári.

Dregið var í flokkana í morgun og mætir Kristín hinni finnsku Lille Ahlstedt í dag. Emin mætir Makela Aksa, einnig frá Finnlandi, í undanúrslitum í dag á meðan Jafet fer beint í úrslit og keppir því á morgun.

Hægt er að fylgjast með framgangi mála á Instagram síðum Mjölnis (mjolnirmma) og VBC (vbcmma).

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular