Monday, April 22, 2024
HomeErlentBen Henderson semur við Bellator

Ben Henderson semur við Bellator

hendersonFyrrum léttvigtarmeistari UFC, Benson Henderson, hefur samið við Bellator. Henderson hafði einnig verið WEC meistarinn og því lengi verið á samningi hjá Zuffa.

Ben Henderson varð léttvigtarmeistari UFC í febrúar 2012 og varði beltið þrívegis áður en hann tapaði beltinu til Anthony Pettis í ágúst 2013. Henderson yfirgefur UFC með 11 sigra og þrjú töp.

Síðustu tveir bardagar Henderson hafa farið fram í veltivigt en óvíst er í hvaða þyngdarflokki hann muni berjast í í Bellator.

Henderson ákvað að semja ekki við UFC þegar hann fékk fyrsta samningsboðið og ákvað að klára síðustu tvo bardagana á samningnum. Þannig gat hann kannað virði sitt með því að fá samningsboð frá öðrum bardagasamtökum. Það má reikna með að Bellator hafi boðið betur en UFC (ef UFC hefur á annað borð boðið honum samning) og Henderson eðlilega samþykkt betra boðið.

Henderson er annað stóra nafnið sem yfirgefur UFC fyrir Bellator. Phil Davis samdi við Bellator í fyrra en Davis lét einnig samninginn sinn renna út líkt og Henderson. Henderson var í aðalbardaganum í síðustu níu af tíu bardögum sínum í UFC.

Þetta kom fram á heimasíðu Henderson og þakkaði hann Dana White, Lorenzo Fertitta og ótal starfsmönnum UFC fyrir samstarfið í gegnum árin.

Þess má geta að Henderson var í 13. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Gunnar er sem stendur í 14. sæti og má búast við að hann færist upp um eitt sæti er Henderson dettur út af listanum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular