spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBenson Henderson færir sig upp í veltivigt og mætir Brandon Thatch

Benson Henderson færir sig upp í veltivigt og mætir Brandon Thatch

hendersonFyrrum léttvigtarmeistarinn Benson Henderson hefur ákveðið að færa sig upp í veltivigtina og mun mæta Brandon Thatch þann 14. febrúar. Bardaginn verður aðalbardagi UFC Fight Night í Colorado.

Upprunalega átti Thatch að mæta Stephen ‘Wonderboy’ Thompson í aðalbardaga kvöldsins en Thompson neyddist til að draga sig frá keppni eftir að hafa hlotið rifbeinsmeiðsl á æfingu.

Benson Henderson hefur lengi vel verið einn allra sterkasti léttvigtarkappinn í UFC en hefur nú tapað tveimur bardögum í röð, seinast gegn Donald Cerrone í janúar. Henderson hefur tapað tvisvar fyrir ríkjandi meistara Anthony Pettis og má leiða líkur að því að hann telji meiri líkur á titilbardaga í veltivigtinni. Henderson, sem var nokkuð stór léttvigtarmaður, mun þó vera minni fyrir veltivigtina – en sem dæmi er Brandon Thatch með 11 cm lengri faðm en Henderson.

Það skal þó aldrei vanmeta Henderson og verður fróðlegt að sjá hvað hann getur gert í nýjum þyngdarflokki.

Upphaflega áttu þeir Matt Brown og Tarec Saffiedine að mætast í aðalbardaga bardagakvöldsins en eftir að Saffiedine meiddist var Matt Brown færður á UFC 185 og Thatch-Thompson varð að aðalbardaga kvöldsins.

Brandon Thatch er virkilega spennandi bardagamaður í veltivigtinni. Eftir að hafa sigrað fyrstu tvo bardaga sína með tæknilegu rothöggi, bæði eftir hné í skrokkinn, hefur lítið spurst til hans síðan. Thatch hefur ekki barist síðan í nóvember 2013 en hann hefur glímt við meiðsli síðan. Þessi 29 ára bardagamaður er með 11 sigra (sjö eftir rothögg og fjóra eftir uppgjafartak) og eitt tap (dómaraákvörðun).

thatch ko

brandon thatch gif

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular