spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBig Nog hættur - Dana White birti mynd af röngum Nogueira bróður

Big Nog hættur – Dana White birti mynd af röngum Nogueira bróður

Það getur verið erfitt að þekkja tvíburabæður í sundur. Antonio ‘Big Nog’ Nogueira tilkynnti í dag að hann væri hættur í MMA og í kjölfarið birti Dana White mynd á Twitter af tvíburabróður hans.

Tvíburarnir Antonio ‘Big Nog’ Nogueira og Antonio ‘Lil Nog’ Nogueira hafa báðir barist í UFC við góðan orðstír. Þeir eru 39 ára gamlir og barðist annar þeirra (Big Nog) í þungavigt á meðan hinn berst í léttþungavigt (Lil Nog).

Big Nog tilkynnti í dag að hann væri hættur í MMA enda löngu kominn af léttasta skeiði. Dana White (eða sá sem sér um Twitter aðganginn hans) hefur ruglast á tvíburabræðrunum því hann birti mynd af Lil Nog er hann kastaði kveðju á Big Nog.

Tvíburabræðurnir eru auðvitað nauðalíkir en Lil Nog er með húðflúr á vinstri brjóstkassanum sem aðgreinir þá. Nogueira bróðurinn á myndinni er einmitt með húðflúr á brjóstkassanum en slíkt er Big Nog ekki með.

Myndinni af Lil Nog var skömmu síðar eytt af Twitter aðgangi Dana White og ný mynd af réttum Nogueira birt.

big nog misskilningur

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular