spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBixente Lizarazu æfir með Jose Aldo

Bixente Lizarazu æfir með Jose Aldo

lizarazuBixente Lizarazu varð heimsmeistari í knattspyrnu með Frakklandi árið 1998. Eftir að skórnir fóru á hilluna snéri hann sér að brasilísku jiu-jitsu en kappinn er brúnt belti í íþróttinni.

Bixente Lizarazu var á sínum tíma einn besti vinstri bakvörður heims en hann var fastamaður í franska landsliðinu sem sigraði HM í knattspyrnu árið 1998. Þessi smávaxni en skemmtilegi leikmaður hætti knattspyrnuiðkun árið 2006 og hefur síðan þá æft BJJ auk þess sem hann er duglegur að stunda brimbretti.

Lizarazu er sennilega eini maðurinn í heiminum sem hefur orðið heims- og Evrópumeistari í knattspyrnu og Evrópumeistari í BJJ. Lizarazu tók gull í flokki blábeltinga (36-40 ára) á Evrópumeistaramótinu árið 2009 og hafnaði í 3. sæti í flokki fjólublábeltinga árið eftir. Hann er nú orðinn brúnt belti og æfði nýlega með UFC meistaranum Jose Aldo í Brasilíu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular