Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíða10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í desember 2014

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í desember 2014

Nóvember var góður mánuður en næstu tveir verða ekkert annað en stanslaus veisla. Það er gegnumgangandi þema í desember hversu margir eru að koma til baka eftir langa fjarveru. Lítum yfir það helsta.

barao gagnon

10. UFC Fight Night 58, 20. desember – Renan Barão vs. Mitch Gagnon (bantamvigt)

Fyrir aðeins um hálfu ári síðan var Renan Barão talinn vera einn af bestu bardagamönnum í heimi, pund fyrir pund. Eftir hræðilegt tap á móti T.J. Dillashaw og niðurlægingu þegar honum tókst ekki að létta sig niður í bantamvigt er hann nánast gleymdur. Hann verður því að sigra þennan bardaga á móti Gagnon og það sannfærandi. Gagnon er lítið þekktur náungi frá Kanada sem hefur unnið 3 af 4 bardögum sínum í UFC. Hann er enginn aumingi en þarf á sínu allra besta að halda ætli hann að sigra Barão.

Spá: Þessi bardagi ætti að vera formsatriði og svoleiðis bardagar eru hættulegir. Gerum samt ráð fyrir að Barão afgreiði þetta verkefni, TKO 2. lota.

struve overeem

9. UFC on Fox, 13 desember – Alistair Overeem vs. Stefan Struve (þungavigt)

Það verður gott  að sjá Stefan Struve aftur eftir um 15 mánaða fjarveru. Hann átti að berjaset við Matt Mitrione í júlí en þurfti að hætta við á síðustu stundu. Nú mætir hann vöðvamikla Hollendingnum með glerhökuna, Alistair Overeem.

Spá: Það er vonlaust að vita hvað gerist í þessum bardaga. Það er samt erfitt að spá Overeem sigri eftir að hafa verið rotaður þrisvar í síðustu fjórum bardögum. Struve rotar Overeem í fyrstu lotu og Overeem missir vinnuna.

browne schaub

8. UFC 181, 6. desember – Travis Browne vs. Brendan Schaub (þungavigt)

Brendan Schaub er ekki í topp 15 á styrkleikalista UFC á meðan Browne er nr. 3. Það þýðir ekki að Schaub geti ekki unnið. Hann er höggþungur og ætti að vera með talsvert betra jiu-jitsu en Browne.

Spá: Browne gæti lent í smá vandræðum með Schaub en meiðir hann að lokum með vel staðsettu höggi og klárar á gólfinu, í annarri eða þriðju lotu.

faber rivera

7. UFC 181, 6. desember – Urijah Faber vs. Francisco Rivera (bantamvigt)

Í annað skiptið í röð er Urijah Faber í síðasta upphitunarbardaganum (e. prelims)fyrir stórt UFC-kvöld.. Rivera er mjög verðugur andstæðngur. Hann er með hraðar og þungar hendur og getur rotað hvern sem er ef hann nær inn rétta högginu. Faber tapar hins vegar bara fyrir meisturum svo þetta gæti orðið erfitt kvöld fyrir Rivera.

Spá: Faber mun ekki standa lengi með Rivera. Hann tekur hann niður og nær „rear naked choke“ í fyrstu lotu.

Carla-Esparza

6. TUF 20 Finale, 12. desember – Úrslitabardaginn (strávigt)

Oftast myndi úrslitabardagi úr The Ultimate Fighter ekki komast á þennan lista en þar sem það verður krýndur glænýr UFC meistari er þetta bardagi sem enginn má missa af. Það er ekki enn vitað hverjar mætast úr úrslitunum en það stoppar okkur ekki í því að spá fyrir um úrslitin.

Spá: Í úrslitunum mætast Carla Esparza og Rose Namajunas. Carla sigrar, 3. lota, “ground and pound”.

diazdosanjos

5. UFC on Fox, 13 desember – Nate Diaz vs. Rafael dos Anjos (léttvigt)

Eftir heilt ár í fjarveru, fyrst og fremst út af samningaviðræðum, snýr Nate Diaz loksins aftur. Diaz er nr. 14 á styrkleikalista UFC en fær hér tækifæri á móti dos Anjos sem er nr. 3. Diaz leit vel út í hans síðasta bardaga á móti Gray Maynard en dos Anjos rotaði Ben Henderson í hans síðasta bardaga og hefur unnið 7 af síðustu 8. Báðir eru afburðu jiu-jitsu bardagamenn og báðir eru með gott box en talsvert ólíkan stíl.

Spá: Diaz er alltaf erfiður en dos Anjos er sjóðandi heitur þessa stundina. Dos Anjos sigrar á stigum.

dollaway machida

4. UFC Fight Night 58, 20. desember – Lyoto Machida vs. C.B. Dollaway (millivigt)

Þetta er skrítinn bardagi þar sem maður er ekki vanur að sjá Dollaway á móti þeim allra bestu. Hann er hins vegar búinn að vera ótrúlegri siglingu upp á síðkastið. Ef hann hefði unnið bardagann á móti Tim Boetsch sem hann tapaði á klofnum dómaraúrskurði væri hann búinn að vinna 5 bardaga í röð. Nái hann að sigra Drekann yrði það hans lang stærsti sigur á ferlinum. Machida er að koma til baka eftir góða frammistöðu á móti ríkjandi meistara, Chris Weidman.

Spá: Dollaway er búinn að bæta sig en hann er ekki í sama klassa og Machida. Drekinn rotar Dollaway í fyrstu lotu.

dossantosmiocic

3. UFC on Fox, 13. desember – Junior dos Santos vs. Stipe Miocic (þungavigt)

Þetta er bardagi sem átti upphaflega að eiga sér stað í maí á þessu ári. Dos Santos meiddist hins vegar og hefur nú verið frá síðan hann var barinn sundur og saman af Cain Velasquez fyrir ári síðan. Þetta er spennandi bardagi á milli tveggja af þeim bestu í þungavigt. Sigurvegarinn er líklegur andstæðingur fyrir sigurvegarann af Travis Browne, sigri hann Brendan Schaub næstu helgi, þar sem Werdum/Velasquez bardaginn verður sennilega ekki fyrr en næsta sumar.

Spá: Miocic er mjög góður en dos Santos virðist vinna alla sem heita ekki Cain Velaquez. Dos Santos rotar Miocic í annarri lotu.

hendrics lawler

2. UFC 181, 6. desmber – Johny Hendricks vs. Robbie Lawler (veltivigt)

Það verður veisla næstu helgi þegar þessi tveir mætast aftur í búrinu. Hendricks hefur ekki barist síðan þeir mættust í mars en Lawler hefur barist tvisvar, samtals átta lotur. Það mun hjálpa Lawler en spurningin er hvort það muni duga til.

Spá: Það kom skýrt í ljós í síðasta bardaga að munurinn á þessum tveimur er glímustyrkur Hendricks. Hann mun nýta það enn frekar í þessum bardaga til að annað hvort sigra sannfærandi á stigum eða klára Lawler með höggum á gólfinu.

pettismelendez

1. UFC 181, 6. desember – Anthony Pettis vs. Gilbert Melendez (léttvigt)

Þessi bardagi er ekki síðastur í röðinni næstu helgi en hann toppar Hendricks/Lawler fyrst og fremst af því að þetta er bardagi sem við höfum ekki séð áður. Við fáum loksins Pettis í búrið 15 mánuðum eftir að hann tók titilinn frá Henderson. Til að setja það í samhengi þá hefur Donald Cerrone barist fimm sinnum á þessum tíma. Gilbert Melendez er fyrrverandi Strikeforce meistari og einn af þeim allra bestu í léttvigt. Hann gæti hæglega unnið þennan bardaga þó svo að Pettis verði að teljast líklegri með sín frábæru spörk.

Spá: Melendez er árásagjarn sem gæti verið hættulegt á móti nákvæmum sparkboxara eins og Pettis. Báðir eru seigir á gólfinu en Melendez gæti verið líkamlega sterkari. Eftir tvær lotur af hárnákvæmum gagnhöggum frá meistaranum fer bardaginn í gólfið og Pettis sigrar með „armbar“.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular