Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAnnað hnefaleikamót HFK þann 29. nóvember

Annað hnefaleikamót HFK þann 29. nóvember

Á laugardaginn fara fram tvö mót í hnefaleikum í húsakynnum HFK og VBC í Kópavogi. Það fyrra er Diplómamót fyrir yngri keppendur og hefst keppni klukkan þrjú og lýkur kl fimm. Klukkan átta hefst hnefaleikamót fyrir fullorðna en húsið opnar klukkan sjö og aðgangseyrir eru litlar 1000 kr.

Fimm hnefaleikafélög koma að mótinu en það eru Hnefaleikafélag Akraness, Hnefaleikafélag Kópavogs, Hnefaleikafélag Reykjaness, Hnefaleikafélag Reykjavíkur og Hnefaleikafélagið Æsir.

Margir athyglisverðir bardagar eru á dagskrá. Þrír úr Keppnisliði Mjölnis berjast á laugardaginn en þeir Bjarki Þór, Brynjólfur Ingvarsson og Diego Björn Valencia hafa allir keppt í MMA. Bjarki Þór tekst á við tvöfaldan Íslandsmeistara í hnefaleikum, Jafet Örn. Annar athyglisverður bardagi á dagskrá er bardagi í 64 kg flokki þar sem Þórður Bjarkar tekst á við Brynjólf en þeir hafa báðir verið gera það gott fyrir utan landsteinana. Þá mun Diego Björn Valencia berjast sinn annan boxbardaga er hann tekst á við Helga Ingvarsson úr Æsi.

Ekki er komin uppröðun á bardögunum en hér eru bardagarnir.

87 kg Kristján Kristjánsson HFK vs Aron Pálmasson Æsir

64 kg Þórður Bjarkar Árelíusson HFK vs Brynjólfur Ingvarsson HR

81- kg Jafet Örn Þorsteinsson HFK vs Bjarki Þór Pálsson HR

64 kg Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir HAK vs Erla Guðrún Hjartardóttir HR

77 kg Margrét Guðrún Svavarsdóttir HFR vs Freyja Kristín Guðmunsdóttir Æsir

94 kg Helgi Ingvarsson Æsir vs Diego Björn Valencia HR

69 kg Benedikt Axel Andersen HR vs Kristinn Godfrey Æsir

81 kg Tómas Einar Ólafsson HFR vs Stefán Örn Hannesson Æsir

HnefaleikamótNr2-page-001

spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular