0

Föstudagstopplistinn: 5 vandræðalegustu augnablikin

Í föstudagstopplistanum að þessu sinni lítum við á atvik í bardaga sem sum mætti ýmist flokka sem grátlega fyndin eða skelfilega vandræðaleg. Þetta eru vandræðaleg atvik sem gerast í bardaga, ekki á leiðinni í hann eða í viðtali. Njótið vel.

5. Pungur!

Það er ástæða fyrir reglum sem virðast í dag kannski augljósar og óþarfar. Eitt besta dæmið er þegar Keith Hackney barðist við Joe Son á UFC 4. Hann komst í erfiða stöðu og brást við eins eins og allir myndu gera, með því að berja Son í punginn aftur og aftur. Þetta atvik var fyrst og fremst vandræðalegt fyrir áhorfandann. Þetta atvik átti sér stað í fyrstu UFC keppnunum þegar reglurnar voru mun færri en í dag.

pungur

4. Náunginn með einn boxhanska

Áður en MMA varð íþrótt var ýmislegt skrítið sem kom upp á í búrinu. Eitt það skrítnasta var í UFC 1 þegar boxarinn Art Jimmerson mætti Royce Gracie með einn boxhanska. Jimmerson taldi að þetta yrði auðveldur gróði þar sem hann var meðal fremstu boxara heims á þessum tíma. Jimmerson vildi ekki hætta á að meiða höndina sína þarna þar sem hann átti boxbardaga nokkrum vikum seinna.

box

3. Romero gerir í brækurnar

Í bardaga Yoel Romero og Derek Brunson tóku glöggir áhorfendur eftir dularfullum bletti á buxum Romero. Romero lét þetta ekki á sig fá og sigraði bardagann en hefur síðan alltaf neitað að saur hafi læðst í brækurnar þetta kvöld. Dæmi hver fyrir sig.

romero

2. Mark Coleman fagnar sigri í Pride

Stundum er ánægjuvíman við sigur svo sterk að fullorðnir karlmenn breytast í smábörn og einfaldlega ráða ekki við sig. Það er eitthvað fallegt við viðbrögð Coleman en á sama tíma hræðilega misheppnað.

Coleman

1. Palhares fagnar sigri of fljótt

Rousimar Palhares er alræmdur fyrir skrítna hegðun og vandræðaleg augnablik í bardaga. Það var hægt að velja úr nokkrum atvikum en það skrítnasta er þegar hann taldi sig hafa sigrað Dan Miller og fagnaði á meðan bardaginn var enn í gangi. Sjón er sögu ríkari.

palhares

Þá er það upptalið, hverju erum við að gleyma?

breather

pennposter

Óskar Örn Árnason
Latest posts by Óskar Örn Árnason (see all)

Óskar Örn Árnason

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.