0

UFC hættir við bardagakvöld í London þann 28. febrúar

Garry Cook

Garry Cook.

Ákveðið var fyrir tæpum níu mánuðum síðan að halda bardagakvöld í O2 höllinni í London 28. febrúar. Hugsanlega hefði Gunnar Nelson keppt sinn næsta bardaga á þessu kvöldi.

Í seinustu viku gaf UFC út áætlun sína fyrir árið 2015. Þar sem UFC 184 var skráð á sama degi og bardagakvöldið í London átti að eiga sér stað varð mörgum ljóst að UFC 184 hefði tekið yfir viðburðinn í London. Garry Cook, framkvæmdarstjóri UFC í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum, staðfesti í samtali við The MMA Hour að UFC hefði ákveðið að fresta bardagakvöldinu í London.

Ekki er gott að spá fyrir hvar næsti bardagi Gunnars mun fara fram. Næsta UFC-bardagakvöld sem haldið verður í Evrópu er í Stokkhólmi í janúar þar sem Alexander Gustafsson mun berjast gegn Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins. Sjö bardagar hafa nú þegar verið staðfestir á bardagakvöldinu og ekki miklar líkur á að Gunnar bætist þar við. Það gæti því orðið svo að Gunnar berjist næst í Bandaríkjunum.

UFC 184 mun vera æsispennandi kvöld sem inniheldur tvo titilbardaga. Fyrst mun Ronda Rousey loksins keppa gegn Cat Zingano en þær áttu upphaflega að berjast í lok 20. seríu af The Ultimate Fighter. Seinna um kvöldið mun Chris Weidman verja titil sinn gegn Vitor Belfort.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.