spot_img
Wednesday, November 13, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaConor McGregor og fjaðurvigtin

Conor McGregor og fjaðurvigtin

conorRicardo Lamas lét hafa eftir sér á dögunum að UFC væri að vernda Conor McGregor gegn sterkum glímumönnum. Öll fjaðurvugtin virðist vera að tala um Conor McGregor og hefur leiðarljósið beinst mikið í átt að þyngdarflokkinum fyrir vikið.

Conor McGregor hefur sigrað alla fjóra andstæðinga sína í UFC afar sannfærandi og á von á titilbardaga sigri hann Dennis Siver í janúar. Enginn af hans andstæðingum (og ekki Siver heldur) eru sterkir glímumenn og hafa vaknað spurningar um hvort hann geti sigrað sterka glímumenn á borð við Nik Lentz, Ricardo Lamas, Frankie Edgar og Chad Mendes.

Í samtali við Tatateme.com sagði Ricardo Lamas Írann snjalla vera hræddan við að berjast gegn sterkum glímumönnum og að UFC væri að vernda gullgæsina sína gegn sterkum glímumönnum. Sterkir glímumenn gætu tekið Conor niður og haldið honum niðri og eru margir sem vilja sjá hvort að Conor geti stöðvað slíkan bardagamann. Efasemdir er nokkuð sem Conor er orðinn þaulvanur

Á meðan Conor var að rota andstæðinga sína utan UFC var spurningin hvort hann gæti gert það sama í UFC – hann sannaði það strax í fyrsta bardaganum. Þar á eftir var spurningin hvort hann gæti sigrað topp 20 andstæðing og það sýndi hann þegar hann sigraði Diego Brandao örugglega. Næst efuðust bardagaaðdáendur um hvort hann gæti sigrað topp 5 andstæðing en Conor var ekki lengi að svara þeirri spurningu þegar hann rotaði Dustin Poirier snemma í fyrstu lotu. Í dag er spurningin hvort hann geti sigrað sterkan glímumann – getur hann svarað þeirri spurningu líka?

Conor hefur fært fjaðurvigtinni ómetanlega athygli og hafa menn eins og Chad Mendes og Ricardo Lamas notið góðs af því. Enginn af þeim fékk þessa athygli áður en Conor kom til sögunnar. Það eru allir að tjá sig um hann og þannig hefur það verið síðan hann kom í UFC.

Eftir að Cub Swanson tapaði gegn Frankie Edgar um helgina er líklegast að Conor McGregor fái titilbardaga gegn Jose Aldo takist honum að sigra Dennis Siver í janúar. Lamas og fleiri halda því fram að Conor ætti fyrst að sigra sterkan glímumann áður en hann fær bardaga gegn meistaranum. Í raun ætti Ricardo Lamas (og Chad Mendes og fleiri) að vonast eftir því að Conor fái titilbardaga og sigri Aldo! Þá myndu galopnast dyr fyrir Lamas og Mendes, sem hafa báðir nýlega tapað fyrir meistaranum, til þess að skora á nýja meistarann. Fjaðurvigtin fengi enn meiri athygli og myndu allir topp bardagamennirnir í þyngdarflokknum njóta góðs af því.

Frammistaða Frankie Edgar um helgina var frábær en hann þarf sennilega að bíða eftir að fá annað tækifæri gegn Aldo. Hann sigraði um helgina mann sem hefði með sigri fengið titilbardagann og því væri hægt að færa rök fyrir því að Edgar ætti skilið titilbardaga núna. Aftur á móti er UFC ekki rekið eins og flestar íþróttir og því taka þeir oft ákvarðanir út frá viðskiptalegu sjónarmiði. Út frá því sjónarmiði munu þeir alltaf velja Conor frekar en Frankie Edgar.

Það er ljóst að Conor hefur gjörbylt fjaðurvigtinni og er flokkurinn orðinn einn sá allra skemmtilegasti í UFC. 145 punda mennirnir eiga eftir að fylgjast vel með bardaga Conor McGregor og Dennis Siver en bardaginn fer fram sunnudaginn 18. janúar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular