Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaBjarki Ómarsson: Ég veit ég mun komast mjög langt!

Bjarki Ómarsson: Ég veit ég mun komast mjög langt!

bjarki2
Bjarki ásamt liðsfélaga sínum Hrólfi Ólafssyni í Skotlandi. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Hinn ungi og efnilegi Bjarki Ómarsson keppti um fjaðurvigtarbelti Headhunter Championships um síðastliðna helgi í Skotlandi. Bjarki tapaði bardaganum naumlega eftir dómaraúrskurð gegn reynslumeiri andstæðingi.

Tveir liðsfélagar Bjarka kepptu á þessum sama viðburði en Mjölnisfólkinu brá nokkuð í brún þegar fyrsti bardaginn kvöldsins hófst og í ljós kom að keppnisloturnar voru fjórar mínutur. Lotur í áhugamannabardögum eru að jafnaði þrjár mínútur og því kom þetta nokkuð á óvart. Fannst Bjarka þetta óþægileg tilfinning að komast að þessu svona seint?

„Já, það gerði mig nokkuð stressaðann þegar ég komst að því að lotunar voru fjórar mínútur. Maður æfir alltaf fyrir, og keppir, þriggja mínútna lotur. Þegar bardaginn hófst reyndi ég að hugsa bara ekkert að um það.“

bjarki4
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Callum Murrie, andstæðingur Bjarka, er reynslumikill og auk þess stór og sterkur fyrir fjaðurvigtina. Bjarki náði þungu höggi á hann snemma í fyrstu lotu og eftir það reyndi Murrie að ná bardaganum í gólfið við hvert tækifæri. Kom það Bjarka á óvart hve Murrie var ólmur í að ná bardaganum í gólfið?

„Andstæðingurinn minn var fyrst og fremst striker þannig ég bjóst ekki við að hann myndi nota wrestlingið sitt svona mikið. Hins vegar held ég að ástæðan fyrir því að hann hafi gert það var að um leið og bardaginn byrjaði komst hann að þvi að ég væri mun betri en hann standandi. Þá fór hann í panic og reyndi bara að halda mér upp við búrið og telja niður tímann. Þetta voru alls ekki draumaúrslit en hann náði ekki einu höggi á mig. Nú ætla ég bara að halda áfram að æfa gólfglímuna og wrestlingið.“

5
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Bjarki er ungur, efnilegur og á framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Fjölmörg dæmi eru um að menn komi aftur sterkari eftir töp sem þetta en hver eru framtíðarplönin hjá Bjarka?

„Mín framtíðarplön eru að æfa vel í sumar og taka mér smá pásu frá keppnum. Ég ætla að reyna að fara erlendis að æfa eitthvað og langar mjög mikið til Bandaríkjanna að æfa. Mín plön í lífinu eru bara að reyna komast sem lengst í íþróttinni og ég veit ég mun komast mjög langt!“

Að lokum vill Bjarki þakka æfingafélögunum, Mjölni, fjölskyldu og vinum fyrir stuðninginn. Við þökkum Bjarka fyrir viðtalið og hlökkum til að fylgjast með afrekum þessa efnilega bardagakappa í framtíðinni.

Mynd: Kjartan Páll
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular