spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Pétursson sigraði eftir dómaraákvörðun

Bjarki Pétursson sigraði eftir dómaraákvörðun

Bjarki Pétursson sigraði bardaga sinn á Shinobi 10 rétt í þessu. Bjarki sigraði eftir einróma dómaraákvörðun.

Þetta var fyrsti bardagi kvöldsins og Bjarki að keppa sinn fyrsta MMA bardaga. Bjarki mætti Joey Dakin sem var skráður 0-1 fyrir bardagann. Dakin var sterklega byggður og greinilega eitthvað mætt í lyftingarsalinn.

Bardaginn var nokkuð jafn í 1. lotu þar sem báðir náðu fáeinum höggum inn. Bjarki náði fellu en Dakin komst tiltölulega fljótt upp en Bjarki vann lotuna.

Í 2. lotu hélt Dakin áfram að sparka í vinstra læri Bjarka eins og í 1. lotu en Bjarki var orðinn smá rauður og marinn á lærinu. Bjarki náði þó fellu og hélt sér ofan á í smástund áður en Dakin snéri stöðunni við eftir smá „scramble“ í gólfinu. Bjarki sætti sig ekki við að vera á bakinu og komst strax á fætur. Bjarki náði svo sjálfur fellu og stjórnaði Dakin út lotuna.

Í 3. lotu byrjuðu báðir aðeins að sveifla án þess að hitta mikið. Dakin náði ágætis hné í skrokkinn á sama tíma og Bjarki hitti með hægri krók. Dakin hélt áfram að sparka í Bjarka en í þetta sinn greip Bjarki sparkið og keyrði Dakin niður. Bjarki endaði í „side control“ í gólfinu, náði bakinu í örskamma stund og svo strax í „mount“.

Þar reyndi Bjarki að finna opnanir fyrir högg en fljótlega náði Dakin að sprengja sig úr stöðunni með því að spyrna í búrið. Bjarki náði þó strax að komast upp og aftur í fellu og kláraði lotuna ofan á.

Flottur sigur hjá Bjarka og virtist hann vera yfirvegaður og rólegur í sínum fyrsta bardaga. Bjarki brosti breitt áður en hver lota hófst og var þetta greinilega gaman!

Glæsileg frumraun hjá Bjarka en Birgir Örn Tómasson berst síðar í kvöld en búist er við að hann byrji eftir kl 22. Hægt er að horfa á bardaga Bjarka hér ef spólað er til baka í streyminu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular