0

Bellator: James Gallagher og Liam McGeary með sigra

Bellator og BAMMA héldu sameiginlegt bardagakvöld í Belfast í gærkvöldi. Íslandsvinurinn James Gallagher sigraði sinn þriðja bardaga í Bellaor í gær og Liam McGeary komst aftur á sigurbraut.

Fyrstu 12 bardagar kvöldsins voru hluti af BAMMA 28 bardagakvöldinu en síðustu fimm bardagarnir Bellator 173.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Liam McGeary og Brett McDermott. Upphaflega átti McGeary að mæta Chris Fields en á mánudaginn þurfti hann að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Vladimir Filipovic kom í staðinn en hann fékk ekki vegabréfsáritun og fékk McGeary því þriðja andstæðinginn, McDermott.

McGeary er fyrrum léttþungavigtarmeistari Bellator en þetta var fyrsti bardaginn hans síðan hann tapaði titlinum til Phil Davis í nóvember. McGeary lenti í smá basli í byrjun en sigraði á endanum með tæknilegu rothöggi í 2. lotu eftir að læknirinn stöðvaði bardagann.

James Gallagher er nú 6-0 eftir sigur á Kirill Medvedovsky með „rear naked choke“ í 1. lotu.

James var alveg klár á því hver myndi vera hans næsti andstæðingur en hann og AJ McKee hafa átt í orðaskiptum að undanförnu. McKee er 7-0 sem atvinnumaður og ætti þetta að verða hörku bardagi.

 

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.