spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjörn Lúkas með glæsilegan sigur í 1. lotu í Dubai

Björn Lúkas með glæsilegan sigur í 1. lotu í Dubai

Björn Lúkas Haraldsson náði glæsilegum sigri á Reign MMA bardagakvöldinu í gær í Dubai. Björn kláraði bardagann með armlás í 1. lotu.

Bardaginn var næstsíðasti bardagi kvöldsins en þetta var fyrsti viðburður Reign MMA. Um áhugamannabardaga var að ræða en Björn Lúkas hefur ekki keppt síðan hann tók silfur á Heimsmeistaramóti áhugamunna 2017.

Á HM 2017 fór Björn hamförum og kláraði fjóra bardaga á fjórum dögum og hélt hann uppteknum hætti í gær. Björn mætti Michel Pezda í næstsíðasta bardaga kvöldsins en fyrir bardagann var Pezda með bardagaskorið 15-6 sem áhugamaður en Björn Lúkas 6-1.

Björn var ekki í miklum vandræðum með andstæðinginn en eftir smá standandi viðureign náði Björn gullfallegu kasti og komst strax í „mount“. Björn hélt stöðunni í smá tíma en fór svo í armlás og neyddist Pezda til að gefast upp. Virkilega flottur og flekklaus sigur.

Björn mun líklegast keppa atvinnubardaga næst og verður spennandi að sjá hvar hann keppir næst.

Bardagann má sjá hér að neðan en hann byrjar eftir um það bil 2:12:00

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular