spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBleacher Report telur Gunnar Nelson vera 9. besta veltivigtarmann heims

Bleacher Report telur Gunnar Nelson vera 9. besta veltivigtarmann heims

Gunnar NelsonVefurinn Bleacher Report tók saman lista yfir bestu veltivigtarmenn heims en þar er okkar maður, Gunnar Nelson, í 9. sæti. Gunnar er fyrir ofan þekkta kappa á borð við Demian Maia og Tyron Woodley.

Í greininni er farið ítarlega yfir styrkleika og veikleika Gunnars. Geta hvers bardagamanns er greind eftir fjórum þáttum; glíma (wrestling), gólfglíma (grappling), sparkbox (striking) og greind í bardaga (Fight IQ). Greinarhöfundur telur Gunnar öflugan á öllum sviðum en telur að hans helsti veikleiki sé vörn gegn höggum þar sem hann er yfirleitt með hendurnar neðarlega. Gunnari er spáð mikilli velgengni í framtíðinni og telur Jonathan Snowden, greinarhöfundurinn, að Gunnar gæti orðið meistari í framtíðinni.

Jonathan Snowden er afar virtur penni í MMA-heiminum og hefur skrifað tvær frábærar bækur sem lesendur ættu að kanna nánar, Total MMA: Inside Ultimate Fighting og The MMA Encyclopedia.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular