UFC stjarnan Conor McGregor verður með MMA-námskeið í Mjölni annað kvöld. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Mjölnis að Seljavegi 2 og stendur yfir í tvo tíma.
Eins og flestum MMA áhugamönnum er kunnugt um hefur UFC bardagamaðurinn Conor McGregor dvalið hér á landi við æfingar undanfarnar vikur. Hann mun halda sérstakt MMA námskeið á morgun (25. júní) frá 19-21 en námskeiðið er opið öllum og kostar 5900 kr á námskeiðið.
McGregor er í aðalbardaganum á UFC Dublin bardagakvöldinu þann 19. júlí. Þar mætir hann Brasilíumanninum Diego Brandao en McGregor átti upphaflega að mæta Cole Miller. Írinn snjalli er einn allra fremsti sparkboxarinn í UFC að margra mati og er á góðri leið með að verða ein stærsta stjarnan í UFC í dag.
Upplýsingar um skráningu á námskeiðið má nálgast hér.
- Tappvarpið #139: UFC 280 uppgjör með Steinda Jr. - October 26, 2022
- Aron Leó úr leik á EM - September 29, 2022
- Aron Leó kominn áfram á EM - September 28, 2022