Bolamótið fer fram í 2. sinn í kvöld. 10 ofurglímur verða á dagskrá en hér kynnum við næstsíðustu glímu kvöldsins.
Bolamótið er uppgjafarglímumót en einungis er hægt að vinna með uppgjafartaki og eru engin stig í boði en keppt er undir svo kölluðum EBI reglum. Þrír Englendingar koma sérstaklega hingað til lands til að keppa á mótinu en hér kynnum við næstsíðustu glímu kvöldsins.
Bjarni Baldursson vs. Tom Caughey
Í næstsíðustu glímu kvöldsins mætast tveir svartbeltingar með mikla reynslu. Bjarni er einn af frumkvöðlum íþróttarinnar hér á landi og einn af stofnendum Mjölnis. Bjarni er svart belti í brasilísku jiu-jitsu undir Gunnari Nelson og einn reyndasti þjálfari landsins. Tom Caughey er einnig svart belti en hann kemur frá Birmingham í Englandi þar sem hann æfir með Tom Breese. Tom er sókndjarfur og skemmtilegur glímumaður og mun eflaust sækja grimmt í uppgjafartök.
Nafn: Bjarni Baldursson
Aldur: 41 árs
Félag: Mjölnir
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Hef æft og þjálfað BJJ frá því í janúar 2004.
Árangur á glímumótum: Hef verið í 1. til 3. sæti á þónokkrum mótum á Íslandi og einu móti í Bandaríkjunum en ekkert keppt síðan 2012.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Hef mest verið í jaðaríþróttum, þá aðallega freestyle skautum og snjóbretti.
Um andstæðinginn: Hann hefur keppt reglulega undanfarin ár og virðist vera verðugur andstæðingur. Ég hlakka til að glíma við hann og vonast til að finna eitthvað til að bæta í game-ið mitt.
Áhugaverð staðreynd: Var stunt-double fyrir íþróttaálfinn í línuskautaatriði í einum þættinum af Latabæ.
Coolbet stuðull: 2,60
Nafn: Tom Caughey
Aldur: 34 ára
Félag: Team Renegade
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að æfa 2010
Árangur á glímumótum: Gull á Pan Ams nogi í brúnbeltingaflokki, þrefaldur British Nogi meistari, brons á HM í master flokki fjólublábeltinga, nokkrar ofurglímur hér og þar, keppt á Polaris og svona.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Hef keppt aðeins í MMA sem áhugamaður og boxa aðeins þó ég geri það ekki vel!
Um andstæðinginn: Veit að hann er einn af stofnendum Mjölnis og mjög reyndur glímumaður en hef ekki séð nein myndbönd af honum.
Áhugaverð staðreynd: Ekkert sem mér dettur í hug.
Coolbet stuðull: 1,44
Uppselt er á viðburðinn en hægt verður að horfa á mótið í beinni á Youtube síðu Mjölnis. Þá er hægt að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.