Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaBolamótið 2: Valdimar Torfason vs. Bjarni Darri Sigfússon

Bolamótið 2: Valdimar Torfason vs. Bjarni Darri Sigfússon

Bolamótið fer fram í 2. sinn á laugardaginn. 10 ofurglímur verða á dagskrá en hér kynnum við glímur kvöldsins.

Á Bolamótinu er einungis hægt að vinna með uppgjafartaki en keppt er undir svo kölluðum EBI reglum. Þrír Englendingar koma sérstaklega hingað til lands til að keppa á mótinu en hér kynnum við aðra glímu kvöldsins.

Valdimar Torfason vs. Bjarni Darri Sigfússon

Í annarri glímu kvöldsins mætast yngstu keppendur kvöldsins. Þeir Valdimar Torfason og Bjarni Darri Sigfússon hafa báðir keppt á unglingamótum í brasilísku jiu-jitsu en eru nú komnir í fullorðinsflokka. Valdimar fékk í síðustu viku fjólubláa beltið í brasilísku jiu-jitsu og er einn efnilegasti glímumaður landsins. Bjarni Darri kemur frá Suðurnesjum og hefur mikla reynslu úr fjölmörgum bardagaíþróttum. Bjarni er svart belti í júdó og blátt belti í brasilísku jiu-jitsu en Bjarni byrjaði í júdó 11-12 ára gamall.

Mynd: Ásgeir Marteinsson.

Nafn: Valdimar Torfason
Aldur: 18 ára
Félag: Mjölnir
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að æfa BJJ 2015, byrjaði í unglingatímunum í Mjölni.
Árangur á glímumótum: Var Íslandsmeistari unglinga bæði í mínum flokki og opnum flokki 2017, vann líka minn flokk og opinn flokk á Mjölnir Open unglinga 2017, 3. sæti á Grettismótinu 2017, 3. sæti á Mjölnir Open 2018 í mínum flokki.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Æft helling af einhverju dóti svo sem sund, körfubolta, fimleika, skylmingar og fótbolta þegar ég var pínku lítill.
Um andstæðinginn: Hann er oft með hárið greitt yfir annað augað sitt. Ég held ég hafi keppt við hann áður, held það hafi verið á Blábeltingamóti VBC þar sem ég vann.
Áhugaverð staðreynd: Ég laug því einu sinni að ég ætti bláan kött. Uppáhalds liturinn minn var blár og ég fýlaði ketti.
Coolbet stuðull: 1,25

Mynd: Ásgeir Marteinsson.

Nafn: Bjarni Darri Sigfússon
Aldur: 19 ára
Félag: Sleipnir
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að æfa í kringum 12-13 ára aldurinn.
Árangur á glímumótum: Hef unnið einhverja Íslandsmeistaratitla ungmenna og nokkrum sinnum Mjölnir Open ungmenna en ekki unnið neitt áhugavert í fullorðinsflokkum enn sem komið er. Var Íslandsmeistari U-21 í júdó 2017, öðru sæti á EM unglinga í backhold og gourren. Hef líka keppt í submission wrestling í Skotlandi þar sem ég vann.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Gummi þjálfari [Guðmundur Stefán Gunnarsson] var duglegur að láta mig prófa aðrar bardagaíþróttir. Hef keppt í júdó, BJJ, taekwondo, íslenskri glímu, backhold og gourren.
Um andstæðinginn: Ég veit lítið um Valdimar en ég hef keppt við hann áður á Blábeltismótinu í VBC. Það var virkilega skemmtileg glíma en hann hafði betur.
Áhugaverð staðreynd: Þegar ég og félagi minn vorum 13 ára á Mjölni Open þá heldum við að við ættum séns í Gunna [Nelson] ef við fengum að vera tveir. Við skoruðum á hann og hann rasskellti okkur eins og grænjaxlana sem við vorum.
Coolbet stuðull: 3,75

Enn eru nokkrir miðar eftir á Tix.is hér og þá er hægt að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular