Bolamótið fer fram í 2. sinn í kvöld. 10 ofurglímur verða á dagskrá en hér kynnum við eina af aðalglímum kvöldsins.
Bolamótið er uppgjafarglímumót en einungis er hægt að vinna með uppgjafartaki og eru engin stig í boði en keppt er undir svo kölluðum EBI reglum. Þrír Englendingar koma sérstaklega hingað til lands til að keppa á mótinu en hér kynnum við eina af aðalglímum kvöldsins.
Valentin Fels vs. Liam Corrigan
Eins og áður segir koma þrír Englendingar sérstaklega hingað til lands til að keppa á mótinu. Fyrsti Englendingurinn sem keppir er Liam Corrigan. Liam æfir hjá Team Renegade í Birmingham ásamt Tom Breese en Breese kom hingað til lands í febrúar og keppti á fyrsta Bolamótinu. Liam er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur verið duglegur að keppa á glímumótum víðs vegar um heiminn. Valentin Fels er þjálfari í Mjölni og hefur verið búsettur hér á landi í rúm tvö ár. Þessi franski glímumaður er einnig brúnt belti og hefur verið að ná góðum árangri á mótum erlendis og hérlendis á undanförnum árum.
Nafn: Valentin Fels
Aldur: 27 ára
Félag: Mjölnir
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að æfa í september 2011
Árangur á glímumótum: Frakklandsmeistari í gi og nogi í fjólublábeltingaflokki, 2. sæti í -77 kg flokki á Mjölnir Open 2017 og 2018.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Júdó og fótbolti sem krakki. Rúbbí líka þegar ég var aðeins eldri.
Um andstæðinginn: Veit að hann fílar fótalása og kimura grip og svo var hann Evrópumeistari fjólublábeltinga 2016.
Áhugaverð staðreynd: Er svart belti í þyrlunni, kallið mig Mister Bounty.
Coolbet stuðull: 1,40
Nafn: Liam Corrigan
Aldur: 34 ára
Félag: Team Renegade
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að æfa submission wrestling árið 2007 og svo BJJ 2014
Árangur á glímumótum: Sjöfaldur NAGA Elite sigurvegari, IBJJF Evrópumeistari í flokki fjólublábeltinga, vann British NOGI.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Bumbubolti á sunnudögum ef það telst með! Er líka 12-2 sem áhugamaður í MMA.
Um andstæðinginn: Veit ekkert um hann þar sem ég einbeiti mér bara að sjálfum mér og vil því renna blint í sjóinn í glímunni. Held að hann sé franskur?
Áhugaverð staðreynd: Hef tvisvar reynt að komast í skemmtiþáttinn Catchphrase án árangurs. Var líka kosinn myndarlegri en Tom Caughey af liðsfélögum árin 2016 og 2017.
Coolbet stuðull: 2,75
Uppselt er á viðburðinn en hægt verður að horfa á mótið í beinni á Youtube síðu Mjölnis. Þá er hægt að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.