0

Boxmót í Mjölni kl 15 í dag

Í dag fer fram boxmót í Mjölni í Öskjuhlíðinni. 10 bardagar verða á dagskrá og hefst mótið kl 15.

Upphaflega áttu þetta að vera tvö boxkvöld, eitt á föstudeginum fyrir keppendur sem eru að taka sín fyrstu skref í boxinu og annað á laugardeginum fyrir reyndari keppendur. Kvöldin voru sameinuð og byrja fyrstu bardagarnir kl 15 en eftirtaldir bardagar verða á dagskrá:

67 kg: Remek Duda Marisson (HFK) gegn Daniel Alot (Mjölnir/HR)
58 kg: Raven Ryan Hife (Æsir) gegn Mikael Sævarsson (HAK)
91 kg: Bjarki Pétursson (Mjölnir/HR) gegn Jón Reynir Arnfinnsson (Æsir)
96 kg: Ingþór Valdimarsson (HFA) gegn Rúnar Svavarsson (HFK)
75 kg: Arnór Grímsson (HFH) gegn Birgir Stefánsson (HFK)
65 kg: Bjarni Þór (HAK) gegn Sólon Ísfeld (Æsir)
75 kg: Jón Þ. Grönvold (Mjölnir/HR) gegn Jóhann Hjaltested (Æsir)
81 kg: Elmar F Aðalheiðarson (HFA) gegn Tómas E Ólafsson (ÆSIR)
75 kg: Bjarni Ottósson (Mjölnir/HR) gegn Garðar D Gunnarsson (HFA)
72 kg: Bjarki Ómarsson (Mjölnir/HR) gegn Aleksandys Bauanovs (HFK)

Aðgangseyrir eru 1000 kr fyrir fullorðna en 500 kr fyrir börn 12 ára og yngri.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.