spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrad Pickett kominn með nýjan andstæðing í London

Brad Pickett kominn með nýjan andstæðing í London

Brad Pickett er kominn með nýjan andstæðing fyrir kveðjubardaga sinn í London eftir viku. Ekvadorinn Marlon Vera kemur inn með aðeins viku fyrirvara.

Upphaflega átti Pickett að mæta Henry Briones á bardagakvöldinu í London en Briones þurfti því miður að hætta við vegna meiðsla. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Pickett.

Nú hefur Marlon Vera stigið inn en Vera er 2-2 í UFC. Vera komst í UFC í gegnum TUF: Latin America árið 2014 og hefur bæði barist í bantamvigt og fjaðurvigt í UFC.

Eins og áður segir verður þetta kveðjubardagi Brad Pickett eftir 12 ára feril í MMA. Pickett hefur ekki vegnað vel að undanförnu og tapað fimm af síðustu sex bardögum sínum. Hann ætlar að freista þess að ljúka ferlinum með sigri á heimavelli.

Bardagi Pickett og Vera fer fram í bantamvigt og verðu á aðalhluta bardagakvöldsins í London þann 18. mars. Gunnar Nelson mætir auðvitað Alan Jouban sama kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular