0

Floyd Mayweather tekur hanskana af hillunni – Vill boxa við Conor í júní

floyd Floyd Mayweather lýsti því yfir fyrir skömmu að hann sé ekki lengur hættur og ætli sér að snúa aftur í boxið. Hann ætlar þó bara að snúa aftur til að mæta Conor McGregor.

Sagan endalausa af þessum peningabardaga ætlar engan endi að taka. Floyd Mayweath lagði hanskana á hilluna í september 2015 og lauk boxferlinum með bardagaskorið 49-0. Nú segist hann ætla að taka hanskana af hillunni til þess eins að berjast við Conor McGregor.

„Ég ætla að snúa aftur bara til að mæta Conor McGregor,“ sagði hann á fjölmiðlatúr í Bretlandi.

„Ég vil ekki hlusta á neinar afsakanir um peninga eða UFC. Skrifaðu undir pappírana við UFC svo þú getir barist við mig í júní. Þetta er ekki flóknara en það. Berjumst í júní. Þú ert B-hliðin, ég er A-hliðin. Við erum ekki hér til að væla undan fjárhæðum. Ég er þreyttur á öllu þessu peningavæli og tali þínu um að þú viljir berjast við mig. Ef þú vilt berjast skrifaru undir pappírana, gerum þetta.“

„Í dag er ég formlega ekki lengur hættur, bara fyrir Conor McGregor. Við þurfum ekki að sóa tímanum. Við þurfum að láta þetta gerast og það snöggt. Gerum þetta í júní,“ sagði Mayweather.

Conor á von á sínu fyrsta barni í maí og er sem stendur í fríi á meðan. Ekki er víst hvort Conor verði tilbúin að taka bardaga mánuði eftir að barnið kemur.

 

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply