0

Úrslit UFC Fight Night: Belfort vs. Gastelum

UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Brasilíu í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Vitor Belfort og Kelvin Gastelum en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Kelvin Gastelum leit vel út og kláraði Vitor Belfort með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Rothögg kvöldsins (og ársins hingað til) átti hins vegar Edson Barboza þegar hann rotaði Beneil Dariush með fljúgandi hnésparki. Bardagakvöldið var skemmtilegt en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Millivigt: Kelvin Gastelum sigraði Vitor Belfort með tæknilegu rothöggi eftir 3:52 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Maurício Rua sigraði Gian Villante með tæknilegu rothöggi eftir 59 sekúndur í 3. lotu.
Léttvigt: Edson Barboza sigraði Beneil Dariush með rothöggi eftir 3:35 í 2. lotu.
Fluguvigt: Ray Borg sigraði Jussier Formiga eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Bethe Correia og Marion Reneau gerðu jafntefli (27-29, 28-28, 28-28).
Veltivigt: Alex Oliveira sigraði Tim Means með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:38 í 2. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar

Léttvigt: Kevin Lee sigraði Francisco Trinaldo með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:12 í 2. lotu.
Veltivigt: Sérgio Moraes sigraði Davi Ramos eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Joe Soto  sigraði Rani Yahya eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Michel Prazeres sigraði Josh Burkman með uppgjafartaki (north-south choke) eftir 1:41 í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar

Fjaðurvigt: Jeremy Kennedy sigraði Rony Jason eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Paulo Henrique Costa sigraði Garreth McLellan með tæknilegu rothöggi eftir 1:17 í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.