spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBreytingar eiga sér stað hjá UFC eftir eigendaskiptin

Breytingar eiga sér stað hjá UFC eftir eigendaskiptin

UFC Logo Vector ResourceÞessa dagana hefur UFC verið að segja upp fjölda starfsmanna á skrifstofum sínum. Nýju eigendurnir ætla að koma með sitt fólk í UFC eftir að hafa keypt bardagasamtökin á 4 milljarða í sumar.

WME-IMG er ein stærsta umboðs- og viðburðarsskrifstofa heims og keypti stóran hluta UFC í júlí. Þegar fyrirtæki eru keypt er mjög algengt að kaupandinn segi upp starfsmönnum og komi með sitt fólk inn.

Sjá einnig: Hverjir eru á bakvið kaupin á UFC?

Það virðist vera að gerast núna en samkvæmt heimildum MMA Junkie mun UFC segja upp 15% af starfsfólki sínu. Veruleg fækkun hefur átt sér stað á skrifstofum bardagasamtakanna í Asíu og Kanada á síðustu dögum. Dana White sagði þó starfsmönnum að hafa engar áhyggjur af störfum sínum í sumar.

Þá höfum við séð lykil starfsmenn á borð við Joe Silva, Garry Cook, Tom Wright, Dave Sholler og fleiri hverfa á brott af ólíkum ástæðum.

Joe Silva sá um að raða bardögunum saman en tilkynnti nýlega að hann ætli sér að hætta til að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. UFC hefur þegar ráðið Mick Maynard í hans stað. Garry Cook var framkvæmdarstjóri UFC í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum en honum var sagt upp í gær. Cook var áður framkvæmdastjóri Manchester City og starfaði lengi hjá Nike. Tom Wright var framkvæmdastjóri UFC í Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi en hann átti stóran þátt í að gera MMA lögleitt í Ástralíu. Dave Sholler sá um almannatengsl UFC en hann tók starf hjá NBA liðinu Philadelphia 76ers á dögunum.

Uppsögnunum er ekki lokið.

Breytingar í vændum á starfsemi UFC?

Eitthvað mun breytast með þessum nýju eigendum UFC enda væri WME-IMG ekki að eyða þessum fjárhæðum ef þeir sæu ekki tækifæri til að gera UFC enn stærra. Uppsagnir á skrifstofum UFC í Asíu og Kanada gefa til kynna að viðburðum utan Bandaríkjanna eigi eftir að fækka.

Nýjustu orðrómar herma að UFC ætli að hafa færri bardagakvöld á hverju ári. UFC hefur verið með 43-45 bardagakvöld á hverju ári en talið er að á næsta ári munu bardagakvöldin einungis vera 25-32. Með færri bardagakvöldum getur UFC ekki áfram haft 600 bardagamenn á samningi hjá sér. Kannski eru framundan fleiri uppsagnir en á skrifstofufólkinu.

En hvers konar breytingar ætli við fáum að sjá? Munum við sjá meira af svo kölluðum „money fights“ þar sem styrkleikalistinn skiptir engu máli og UFC setur saman þá bardaga sem skila mestum tekjum í kassann? Auðvitað hefur UFC gert það annað slagið undanfarin ár en kannski verður aukning á slíkum bardögum.

Það er ljóst að við eigum eftir að verða vör við breytingar hjá UFC. Vonandi verða þetta allt breytingar til hins betra en það verður áhugavert að sjá hvernig næsta ár þróast hjá nýju eigendunum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular