Saturday, April 20, 2024
HomeErlentBreytingar á styrkleikalistanum - Conor sá næstbesti pund fyrir pund

Breytingar á styrkleikalistanum – Conor sá næstbesti pund fyrir pund

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Nokkrar breytingar áttu sér stað á styrkleikalista UFC eftir helgina. Conor McGregor situr nú í 2. sæti yfir bestu bardagamenn heims, pund fyrir pund.

Nú þegar Conor McGregor er bæði léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari er hann kominn í 2. sæti á pund fyrir pund listanum. Demetrious Johnson situr sem fastast í efsta sæti listans og er hann þar með sagður vera besti bardagamaður heims óháð þyngd.

Khabib Nurmagomedov er kominn í 1. sætið í léttvigtinni á eftir meistaranum Conor McGregor. Hér má sjá alla listana.

Kelvin Gastelum dettur niður um þrjú sæti eftir að hafa mistekist að ná vigt fyrir bardagakvöldið um helgina en Dana White sagði að Gastelum muni aldrei aftur berjast í veltivigt í UFC.

Raquel Pennington vann Mieshu Tate um helgina en hún fer upp um þrjú sæti og í það fimmta eftir helgina. Þá er Yoel Romero kominn í efsta sætið í millivigtinni og er búist við að hann mæti Michael Bisping um millivigtarbeltið á næsta ári.

Engin breyting hefur orðið hjá okkar manni og situr hann sem fastast í 12. sæti.

Styrkleikalistinn er samansettur af fjölmiðlamönnum víðs vegar um heiminn og kemur nýr listi nokkrum dögum eftir hvern viðburð UFC. Þar raða fjölmiðlamenn 15 bestu áskorendunum á eftir meistaranum í hverjum flokki fyrir sig.

screen-shot-2016-11-17-at-15-42-05

screen-shot-2016-11-17-at-15-42-19

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular