spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrian Ortega vill nota frægðina til að hjálpa krökkum í vanda

Brian Ortega vill nota frægðina til að hjálpa krökkum í vanda

Brian Ortega átti ansi góða helgi þegar hann kláraði Frankie Edgar á UFC 222 um síðustu helgi. Ortega nældi sér í sinn stærsta sigur á ferlinum og nældi sér í ansi marga nýja aðdáendur í leiðinni.

Í viðtalinu við Joe Rogan eftir sigurinn kom Brian Ortega nokkuð á óvart. Ortega bað um að fá að segja nokkuð áður en viðtalinu lauk og héldu eflaust flestir að hann ætlaði að óska eftir titilbardaga. Þess í stað vildi hann vekja athygli á Brian Ortega sjóðnum.

Ortega vill hjálpa krökkum sem minna mega sín undir T-City skólastyrknum og hjálpa þeim með því að gefa þeim tækifæri á að læra jiu-jitsu frítt.

„Við ætlum að byrja á T-City skólastyrknum þar sem við munum styrkja 6-16 ára börn og gefa þeim fría kennslu í eitt ár. Við viljum ekki einungis hugsa um okkar borg og ætlum að nota Gracie skólana um allt land til að styrkja börnin svo þau fái að æfa frítt í eitt ár,“ sagði Ortega í The MMA Hour á mánudaginn.

Upphaflega ætlaði Ortega að eyða nokkrum mánuðum í að setja upp styrktarsjóðinn á meðan hann myndi bíða eftir sigurvegaranum úr bardaga Edgar og Holloway. Nú þegar hann er sjálfur kominn með titilbardaga mun áætlun hans eitthvað breytast.

Brian Ortega virðist ekki bara vera frábær bardagamaður heldur virðist hann einnig vera með hausinn á réttum stað.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular