spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrock Lesnar snýr aftur á UFC 200

Brock Lesnar snýr aftur á UFC 200

brock lesnarUFC staðfesti tvær risafréttir í gær. Auk þess að staðfesta bardaga McGregor og Nate Diaz á UFC 202 tilkynnti UFC að tröllið Brock Lesnar muni snúa aftur á UFC 200.

UFC frumsýndi flotta kynningu á UFC 200 bardagakvöldinu í júlí í UFC 199 útsendingunni. Í lok kynningarinnar mátti sjá Brock Lesnar undir frægum ummælum hans. UFC staðfesti skömmu síðar að Brock Lesnar muni snúa aftur í MMA á UFC 200.

Brock Lesnar (5-3) var þungavigtarmeistari UFC frá 2008 til 2010 en eftir tap gegn Alistair Overeem í desember 2011 ákvað hann að hætta í MMA. Lesnar glímdi við meltingarveiki (diverticulitis) á meðan hann var meistari og fannst hann aldrei ná sér að fullu eftir veikindin og ákvað því að hætta.

Sjá einnig: Goðsögnin – Brock Lesnar

Lesnar snéri því aftur í fjölbragðaglímuna þar sem hann gerði garðinn frægan áður fyrr en nú þegar hann er alfarið laus við veikindin ætlar hann að snúa aftur í MMA. Hann mun berjast á UFC 200 en enginn andstæðingur hefur verið nefndur fyrir Lesnar. Að sögn Dave Sholler, fjölmiðlafulltrúa UFC, mun meira koma í ljós á næstu 48 tímum.

Lesnar var ein besta söluvara UFC frá upphafi og sannkölluð gullkýr. Hann átti stuttan en árangursríkan feril í MMA og mun nú reyna að ná fyrri hæðum.

Þess má geta að Mark Hunt var sagt að vera tilbúinn fyrir UFC 200 af Dana White. Í fyrstu var talið að eini þungavigtarbardagi kvöldsins á þeim tíma, Travis Browne gegn Cain Velasquez, væri í hættu vegna meiðsla og var talið að Hunt kæmi í stað Browne eða Velasquez. Gæti Hunt verið andstæðingur Brock Lensar á UFC 200?

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular