0

Mark Hunt sagt að vera til taks fyrir UFC 200

struve huntoÞungavigtarmaðurinn Mark Hunt á að vera tilbúinn fyrir UFC 200. Aðeins einn þungavigtarbardagi er á dagskrá það kvöld og gæti Mark Hunt stokkið inn ef meiðsli eiga sér stað.

Þeir Cain Velasquez og Travis Browne mætast á UFC 200. Cain Velasquez er afar meiðslagjarn og í samtali við The Daily Telegraph í Ástralíu á Mark Hunt að vera tilbúinn til að stíga inn með skömmum fyrirvara.

Hunt átti samtal við Dana White, forseta UFC, á dögunum þar sem Hunt óskaði eftir bardaga á UFC 205 í New York. „Ég bað um New York en Dana er með önnur plön fyrir mig. Hann vill að ég berjist fyrr. Ég er nýbyrjaður að æfa aftur og mér líður vel. Ég gæti barist á UFC 200, hver veit?“

„Ég má ekki segja neitt. Ég er bara gamli góði starfsmaðurinn en mér var sagt að vera tilbúinn. Þegar einhver meiðist er hringt í mig. Herra Áræðanlegur. Ég tek bardaga með tveggja daga fyrirvara þó það þýði að ég muni skíttapa.“

Síðast sáum við Mark Hunt rota Frank Mir í 1. lotu en Hunt hefur sigrað tvo bardaga í röð. Bardagi gegn annað hvort Travis Browne eða Cain Velasquez yrði góð skemmtun en það er ekki hægt að neita því að það yrðu mikil vonbrigði ef Velasquez myndi meiðast enn einu sinni.

Verði það Velasquez sem meiðist yrði þetta ekki í fyrsta sinn sem Hunt kemur í hans stað. Hunt barðist við Fabricio Werdum með þriggja vikna fyrirvara eftir að Velasquez meiddist.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.