NFL leikmaðurinn og bróðir Jon Jones, Arthur Jones, hefur fengið leikbann eftir að hafa brotið lyfjastefnu NFL deildarinnar.
Arthur Jones spilar með Indianapolis Colts og hefur nú fallið á lyfjaprófi rétt eins og bróðir sinn, Jon Jones. Ekki er vitað hvaða ólöglega efni fannst í lyfjaprófi hans en hann fær fjögurra leikja bann.
#Colts DL Arthur Jones is suspended without pay for the first four games of the 2016 regular season for violating the NFL policy on PEDs
— Ian Rapoport (@RapSheet) July 22, 2016
Jon Jones féll á lyfjaprófi á dögunum og gat ekki keppt gegn Daniel Cormier á UFC 200. Í lyfjaprófi hans fundust tvær tegundir af estrógen hindrum sem eru oft notaðir til að koma hormónakerfinu í jafnvægi eftir steranotkun.
Jon Jones á tvo eldri bræður en báðir spila þeir í NFL deildinni. Chandler Jones spilar með Arizona Cardinals en Arthur með Colts eins og áður hefur komið fram.
Ekki góðir dagar í Jones fjölskyldunni.