spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBróðir Jon Jones féll líka á lyfjaprófi

Bróðir Jon Jones féll líka á lyfjaprófi

jon jones arthur jonesNFL leikmaðurinn og bróðir Jon Jones, Arthur Jones, hefur fengið leikbann eftir að hafa brotið lyfjastefnu NFL deildarinnar.

Arthur Jones spilar með Indianapolis Colts og hefur nú fallið á lyfjaprófi rétt eins og bróðir sinn, Jon Jones. Ekki er vitað hvaða ólöglega efni fannst í lyfjaprófi hans en hann fær fjögurra leikja bann.

Jon Jones féll á lyfjaprófi á dögunum og gat ekki keppt gegn Daniel Cormier á UFC 200. Í lyfjaprófi hans fundust tvær tegundir af estrógen hindrum sem eru oft notaðir til að koma hormónakerfinu í jafnvægi eftir steranotkun.

Jon Jones á tvo eldri bræður en báðir spila þeir í NFL deildinni. Chandler Jones spilar með Arizona Cardinals en Arthur með Colts eins og áður hefur komið fram.

Ekki góðir dagar í Jones fjölskyldunni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular