spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBrynjólfur Ingvarsson hyggst opna MMA klúbb á Selfossi

Brynjólfur Ingvarsson hyggst opna MMA klúbb á Selfossi

binni CT
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Brynjólfur Ingvarsson býr á Selfossi og er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis. Hann er ósigraður í tveimur MMA bardögum og hefur nú hafið MMA æfingar í Sportstöðinni á Selfossi.

Brynjólfur byrjaði í bardagaíþróttum fyrir tíu árum þegar hann mætti á sína fyrstu Taekwondo æfingu. Hvað var það sem laðaði hann að bardagaíþróttum? „Ég var lítill og vildi komast í bardagaíþrótt til að gera mig jafnan þeim sem voru stærri en ég, sem ég var alltaf smeykur að lenda í. Ég hafði séð Jackie Chan myndir (er ekki nógu gamall til að hafa upplifað Bruce Lee tímabilið) þar sem hann barðist á móti stærri andstæðingum og ég heyrði að hann notaði Kung Fu svo mig langaði í það. Síðan heyrði ég af Taekwondo á Akureyri og ákvað að prufa það. Í gegnum Taekwondo kynntist ég svo MMA, fyrst á Akureyri þegar Mjölnir héldu námskeið í Fenri í KA heimilinu 2006, síðan þegar ég fór með vinum mínum úr Taekwondo deild Selfoss í bæinn að æfa hjá Fjölni. Þar varð ég ástfanginn af íþróttinni og ákvað að flytja í bæinn til að æfa,“ segir Brynjólfur.

Í MMA eru miklir möguleikar og ekki bundið við ákveðið form og það hreif Brynjólf. „Þegar ég var í Taekwondo þá mátti ég eiginlega bara sparka og mér fannst það henta mér illa en í MMA þá má ég berjast eftir því sem hentar mér best með því að blanda saman höggum, spörkum og glímutækni.“

Mynd: Brynjar Hafsteins.
Mynd: Brynjar Hafsteins.

Brynjólfur er byrjaður að kenna MMA námskeið í Sportstöðinni á Selfossi og hefur hug á að stofna þar félag. Hvernig kviknaði sú hugmynd?

„Hugmyndin kviknaði í vor þegar ég var að hugsa hvað ég myndi gera í haust. Hugurinn leitaði Austur á Selfoss en það er það sem kemst næst því að vera minn heimabær. Þar er ekkert MMA og mig grunaði að það væri markaður fyrir því. Ég kom mér í samband við nokkra einstaklinga og eftir smá basl þá talaði ég við eiganda Sportstöðvarinnar og hann tók mér opnum örmum og var mikið til og hafði sömu sýn og ég að hér sé hægt að byggja upp góðan MMA klúbb. Ég er kominn með flottan og fjölbreyttan hóp og fína aðstöðu,“ segir Brynjólfur, sem er blátt belti í brasilísku jiu-jitsu, hefur keppt þrjá bardaga í hnefaleikum og æfði Taekwondo í 6 ár.

Brynjólfur hefur æft með Keppnisliði Mjölnis um nokkuð skeið og hefur tvisvar keppt í MMA. Hvaða ráð myndi hann gefa þeim sem hafa áhuga á að komast í Keppnislið Mjölnis?

„Ég myndi gefa þau ráð að fara í MMA tíma til Bjarka Þórs og sjá hvernig manni finnst MMA æfingar. Síðan mæli ég með að fólk fari í box/kickbox tíma, BJJ og Víkingaþrek. Ef maður hefur gaman af þessu öllu og er góður í öllu líka, þá ætti fólk að skrá sig í inntökuprófið fyrir Keppnisliðið.“

Brynjar segist ekki eiga eina sérstaka fyrirmynd í MMA en sækir sér þó innblástur í því sem aðrir eru að gera. „Ég lít á það sem aðrir eru að gera og prufa það og sé hvort það henti mér. Það eru fullt af flottum fyrirmyndum í íþróttinni bæði hérna heima fyrir og erlendis.“

Brynjólfur hvetur alla Íslendinga til að fylgjast með Birgi Erni, Bjarka Þór og Bjarna Kristjánssyni keppa í MMA þann 20. september. „Íslendingar ættu líka að kaupa sér miða og sjá Gunna headline-a UFC í Svíþjóð. Að lokum vil ég bara þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér að komast hingað sem ég er. Ég vil hvetja alla Sunnlendinga til að mæta til mín í Sportstöðina og ég vil hvetja alla Reykvíkinga að fara í Mjölni, það eru ný byrjendanámskeið að hefjast í september,“ segir Brynjólfur að lokum.

Við þökkum Brynjólfi kærlega fyrir þetta viðtal og hvetjum alla Sunnlendinga til að kíkja á æfingar hjá honum í Sportstöðinni.

spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular