Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaBen Saunders skrifar nafn sitt í sögubækurnar

Ben Saunders skrifar nafn sitt í sögubækurnar

Ben-Saunders-WinsÞað fóru fram 21 bardagar í UFC um helgina. Við fengum að sjá hin ýmsu rothögg frá bardagamönnum eins og Tyron Woodley, Thales Leites og Rafael dos Anjos en ekkert er eins eftirminnilegt fyrir harða MMA aðdáendur eins og endurkoma Ben Saunders.

Eins og margir muna kannski eftir þá tók Saunders þátt í sjöttu seríu af The Ultimate Fighter. Hann komst ekki alla leið en barðist þó sjö sinnum í UFC í kjölfarið og sigraði fjórum sinnum. UFC lét hann hins vegar fara, svo hann skrifaði undir samning við Bellator þar sem hann barðist tíu sinnum og uppskar sjö sigra. Það dugði til að tryggja honum annað tækifæri hjá UFC, og þar komum við að bardaga helgarinnar.

Á laugardagskvöldið mætti Saunders Bandaríkjamanninum Chris Heatherly í Tulsa, Oklahoma. Bardaginn fór fljótlega niður í gólfið þar sem Saunders náði “full guard” og fór í kjölfarið að beita “rubber guard,” tækni sem Eddie  Bravo, einn af þjálfurum Saunders, hefur þróað. Heatherly sat fastur en reyndi að snúa sér úr prísundinni. Saunder brást þá við, snéri sér, greip utan um bak Heatherly svo hann gæti ekki rúllað sér og festi Heatherly í “omoplata” axlarlás.  Saunders setti í kjölfarið aukinn þrýsting á öxlina og vinstri hendi Heatherly. Að lokum gafst Heatherly upp og fyrsta “omoplata” uppgjafartak í sögu UFC var orðið að veruleika.

oma

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular