spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCage Warriors með skemmtilega bardaga í tómri höll

Cage Warriors með skemmtilega bardaga í tómri höll

Cage Warriors 113 fór fram í kvöld í Manchester. Viðburðurinn heppnaðist vel eftir erfiða viku og voru bardagarnir skemmtilegir.

Þetta var líklegast einn af fáum íþróttaviðburðum heimsins þessa dagana enda margar deildir í pásu vegna kórónaveirunnar. Upphaflega átti bardagakvöldið að fara fram í London en O2 höllin (þar sem bardagakvöldið átti að fara fram) er lokuð vegna veirunnar.

Bardagakvöldið var flutt með nokkurra daga fyrirvara og fór fram fyrir luktum dyrum. Tveir UFC bardagamenn mættust í aðalbardaga kvöldsins en þeir áttu upphaflega að berjast á UFC bardagakvöldinu í London sem átti að fara fram á morgun.

Bartosz ‘The Butcher’ Fabinski, sem átti að mæta Shavkat Rakhmonov í veltivigt í UFC, mætti Darren ‘The Dentist’ Stewart í aðalbardaganum en Stewart átti að mæta Marvin Vettori í millivigt. Fabinski tók Stewart niður í öllum lotunum og pakkaði slátrarinn tannlækninum eftir þrjár lotu. Fabinski hlaut skurð í 1. lotu og var nokkuð um blóð í bardaganum. Vel gert hjá Fabinski sem berst að öllu jöfnu í veltivigt.

Mason Jones er nýr léttvigtarmeistari Cage Warriors eftir sigur á Joe McColgan en hann er núna 9-0 sem atvinnumaður og er bara 24 ára gamall. Ef hann heldur svona áfram verður sennilega ekki langt þar til hann fær samning við UFC.

Paddy Pimblett barðist sinn fyrsta bardaga síðan 2018 og sigraði Decky Dalton í 1. lotu. Hér að neðan má sjá helstu úrslit kvöldsins en öll úrslitin má sjá hér.

Millivigt: Bartosz Fabinski sigraði Darren Stewart eftir dómaraákvörðun.
Titilbardagi í léttvigt: Mason Jones sigraði Joe McColgan með tæknilegu rothöggi í 1. lotu.
Veltivigt: David Bear sigraði Nathan Jones eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Paddy Pimblett sigraði Decky Dalton með uppgjafartaki í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular