spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCain Velasquez hættir í MMA og tekur skrefið í fjölbragðaglímuna

Cain Velasquez hættir í MMA og tekur skrefið í fjölbragðaglímuna

Fyrrum þungavigtarmeistari UFC, Cain Velasquez, hefur formlega lagt hanskana á hilluna og ætlar að einbeita sér að fjölbragðaglímunni. Cain barðist síðast í febrúar en hefur sennilega barist sinn síðasta MMA bardaga.

Cain Velasquez tilkynnti þetta á blaðamannafundi á föstudaginn. Cain hefur gert samning við WWE fjölbragðaglímusamtökin og mun hann mæta Brock Lesnar í lok október. Cain varð einmitt þungavigtarmeistari UFC með sigri á Lesnar í október 2010.

Cain var þjakaður af meiðslum lungann af ferlinum. Eftir tæplega þriggja ára fjarveru snéri hann aftur í febrúar en tapaði fyrir Francis Ngannou eftir aðeins 26 sekúndur.

Cain mun ekki lengur vera í lyfjaprófum USADA en ef hann ætlar að snúa aftur í UFC þarf hann að gangast undir lyfjapróf í sex mánuði til að mega aftur keppa. Hinn 37 ára Cain mun samt halda áfram að æfa eitthvað hjá AKA en að öllum líkindum höfum við séð það síðasta af honum í MMA.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular