Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentDemetrious Johnson vann fluguvigtarmót ONE

Demetrious Johnson vann fluguvigtarmót ONE

ONE Championship: Century fór fram í Tokyo um helgina. Þar kláraðist fluguvigtarmót ONE og stóð Demetrious Johnson uppi sem sigurvegari.

Demetrious Johnson mætti Danny Kingad í úrslitunum í gær en Johnson hafði þegar unnið Yuya Wakamatsu og Tatsumitsu Wada í 8-manna mótinu. Johnson stjórnaði Kingad með fellum og reyndi nokkrum sinnum að ná uppgjafartökum en Kingad varðist vel. Johnson sigraði eftir dómaraákvörðun og hefur hann því unnið alla þrjá bardaga sína í ONE.

Johnson hefur verið duglegur að berjast á árinu en hann mun mæta fluguvigtarmeistaranum Adriano Moraes næst. Johnson vill þó fá smá hvíld enda barist þrisvar á árinu.

Léttvigtarmót ONE kláraðist einnig í gær en það gekk ekki eins og best verður kosið. Það var mikið um meiðsli og duttu margir úr mótinu vegna meiðsla. Upphaflega átti Eddie Alvarez að mæta Saygid Guseyn Arslanaliev í úrslitum en 10 dögum fyrir bardagann meiddist Alvarez. Inn kom Christian Lee og endaði hann á að vinna mótið.

Helstu tilþrif kvöldsins má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular