Friday, April 26, 2024
HomeErlentUmboðsmaðurinn umdeildi Ali Abdelaziz ákærður fyrir tvær líkamsárásir

Umboðsmaðurinn umdeildi Ali Abdelaziz ákærður fyrir tvær líkamsárásir

Umboðsmaðurinn Ali Abdelaziz kom sér enn á ný í vandræði um síðustu helgi. Ali réðst þá á annan umboðsmann og kýldi hann en hann er nú með tvö mál á sér vegna líkamsárásar.

Ali Abdelaziz er einn valdamesti umboðsmaður MMA heimsins um þessar mundir. Hann er með UFC bardagamenn eins og Khabib Nurmagomedov, Kamaru Usman, Henry Cejudo, Frankie Edgar, Justin Gaethje, Cody Garbrandt og fleiri á sínum snærum. Þrátt fyrir það hagar hann sér oft ansi illa.

Á föstudaginn á PFL bardagakvöldinu kýldi hann umboðsmanninn Abraham Kawa. Kawa og bróðir hans Malki Kawa eru með bardagamenn eins og Jon Jones, Tyron Woodley, Jorge Masvidal, Anthony Pettis og fleiri.

Abdelaziz gekk að Kawa og kýldi hann með lokuðum hnefa og flúði strax samkvæmt Anthony Pettis. Ali á að hafa labbað að Abraham og sagst þurfa að eiga við hann orð en í stað þess að láta orðin tala lét hann hnefana tala. Ali var vísað úr byggingunni og á von á því að vera kallaður fyrir rétt vegna líkamsárásar.

Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ali kemur sér í vandræði. Árið 2015 lenti hann (ásamt Khabib) í áflogum við Nick Diaz á WSOF (forveri PFL) bardagakvöldi. Í fyrra var honum og Kamaru Usman sagt að yfirgefa PFL bardagakvöld eftir harkalegt rifrildi við áhorfenda en Usman var í brennidepli þar Usman sagði síðar að áhorfendurnir hefur verið með kynþáttafordóma í sinn garð.

Í mars áttu þeir Usman og Ali í áflogum við Colby Covington á hlaðborði í Las Vegas. Myndband af atvikinu barst víða og fékk Ali ákæru á sig vegna líkamsárásar. Málið verður tekið fyrir í réttarsal þann 25. nóvember.

Ali Abdelaziz er afar umdeildur en hefur lengi haft stóra bardagamenn í sínum röðum. Malki Kawa lét Ali síðan heyra það á Twitter.

Ali hefur lengi verið tengdur PFL og áður WSOF með vafasömum hætti. Hann var lengi vel viðloðinn samsetningu bardaga (e. matckmaker) í WSOF og var ásakaður um að gefa sínum kúnnum hentugri bardaga. Á fyrsta tímabili PFL voru 55,3% bardaganna með bardagamenn frá Ali sem er ansi hátt í ljósi fyrri tengsla á milli Ali og WSOF/PFL. Aðrir umboðsmenn hafa kvartað yfir því að þeirra bardagamenn fái ekki tækifæri í PFL en sömu bardagamenn fengið svo loforð frá Ali að með því að semja við hann fái þeir tækifæri í PFL.

Nánar má lesa um vafasöm tengsl Ali og WSOF/PFL í grein The Body Lock hér.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular